- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Innflytjendur á Íslandi sem nýta sér úrræði framhaldsfræðslunnar

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur frá upphafi starfseminnar, árið 2003, safnað tölfræðigögnum um framkvæmd þeirra úrræða sem FA hefur þróað. Úrræðin sem um ræðir eru raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námsleiðir fyrir markhóp FA, sem er fullorðið fólk á vinnumarkaði með stutta formlega menntun. Á árinu 2003 fóru fyrstu námsmennirnir í gegnum námsleiðir sem FA undirbjó til vottunar. Árið 2006 hófu náms- og starfsráðgjafar símenntunarmiðstöðvanna að taka viðtöl við einstaklinga í markhópi FA og árið 2007 fóru fyrstu einstaklingarnir í gegnum raunfærnimat, fyrst í iðngreinum en síðan bættust fleiri greinar við. Tölfræðigögnin sem verða skoðuð hér í greininni hafa meðal annars verið greind með tilliti til þess hvort það eru Íslendingar eða erlendir ríkisborgarar (innflytjendur) sem nýta sér þessi úrræði.

Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 35.997 innflytjendur á Íslandi þann þeirra sem sækja þá þjónustu símenntunarmiðstöðva sem telst til úrræða FA. Upplýsingar um þjóðerni eru fengnar úr gögnum um raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf. 1. janúar 2017 eða 10,6% mannfjöldans. Það er fjölgun frá árinu 2016 þegar þeir voru 9,6% landsmanna (31.812). Til samanburðar var fjöldi innflytjenda 8,0% mannfjöldans árið 2012. Pólverjar eru langfjölmennasti hópurinn eða 38,3% allra innflytjenda (13.771 einstaklingar). (Hagstofa Íslands, 2017)

Í ljósi þessarar fjölgunar innflytjenda á Íslandi er því athyglisvert að skoða hvert hlutfall innflytjenda er í hópi þeirra sem sækja þá þjónustu símenntunarmiðstöðva sem telst til úrræða FA. Upplýsingar um þjóðerni eru fengnar úr gögnum um raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf.

Náms- og starfsráðgjöf

Frá árinu 2006 hefur einstaklingum í markhópi FA staðið til boða að fá gjaldfrjálsa ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa hjá símenntunarmiðstöðvum. FA vinnur að þróun náms- og starf- ráðgjafar þar sem lögð er áhersla á að efla sérfræðiþekk- ingu í náms- og starfsráðgjöf og veita faglegan stuðning í samræmi við viðhorf, hugmyndir og gæðakröfur í framhaldsfræðslu. Ráðgjöfin felur meðal annars í sér að veita einstakl- ingnum upplýsingar um nám og störf, aðstoða við að kanna áhugasvið og hæfni, veita upplýsingar um mögulegar náms- leiðir og styrki, aðstoða við markmiðasetningu, veita ráðgjöf í raunfærnimati og um persónuleg málefni.

Þessi þjónusta stóð fyrst til boða 2006, eins og áður sagði, og þá var tekið alls 1.231 viðtal. Síðan hefur við- tölum fjölgað jafnt og þétt og síðastliðin sex ár hafa verið veitt á milli níu og tíu þúsund viðtöl ár hvert. Á fyrstu tveimur árunum eftir að þessi þjónusta hófst, það er árin 2006 og 2007, sótti enginn erlendur ríkisborgari aðstoð náms- og starfsráðgjafa. En frá árinu 2008 hafa á milli 5% og 10% viðtala verið við erlenda ríkisborgara, eða 6,6% að meðaltali. Þetta má sjá nánar í töflu 2.

Á mynd 1 má sjá hlutfallið á milli erlendra ríkisborgara og Íslendinga á sama tímabili. Þar sést að árið 2008 nam þetta hlutfall 10% viðtala, 9% árið 2009, 7% 2010 og 2011, 8% 2012, 5% 2013, 6% 2014 og 7% 2015 og 2016. Af þessu má álykta að stór hluti innflytjenda

Árið 2016 voru tekin 658 viðtöl við erlenda ríkisborgara. Þar af voru 47% viðtala við einstaklinga frá Póllandi. Tæp 74% viðtala voru við einstaklinga frá Evrópulöndum, þar af 85% við einstaklinga frá Austur-Evrópulöndum og 15% við einstaklinga frá Vestur-Evrópulöndum. Rúm 14% viðtala voru tekin við einstaklinga frá Asíulöndum og rúm 9% við einstaklinga frá Afríkulöndum. Þetta má sjá nánar á mynd 2.

Raunfærnimat

Við mat á raunfærni er verið að skoða þá samanlögðu færni/ hæfni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem skólagöngu, starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, framhaldsfræðslu, félagsstörfum og lífreynslu. Einstaklingur sem fer í raunfærnimat getur síðan nýtt sér niðurstöðuna til að halda áfram námi eða fá framgang í starfi.

Frá því að raunfærnimat hófst árið 2007 og til loka árs 2016 hafa 3.944 einstaklingar lokið raunfærnimati hjá þeim símenntunarmiðstöðvum sem eru í samstarfi við FA. Þar af hafa 61% lokið raunfærnimati í löggildum iðngreinum, 30% farið í annað raunfærnimat á móti námskrám framhalds- skóla, 8% á móti viðmiðum atvinnulífsins og 1% í almennum bóklegum greinum.

Árið 2007 hófst raunfærnimat í löggildum iðngreinum en árið 2008 var farið að raunfærnimeta í öðrum greinum. Fjöldi þeirra einstaklinga sem hafa farið í raunfærnimat hefur aukist jafnt og þétt á þessum tíu árum með metfjölda árið 2014 eins og sjá má á töflu 3.

Á árunum 2008–2016 luku 69 innflytjendur eða erlendir ríkisborgarar raunfærnimati og eru það 1,7% af heildarfjölda þeirra einstaklinga sem hafa farið í raunfærnimat. Fjöldi þeirra hefur þó aukist smám saman á þessum tíma. Árið 2008 luku 6 innflytjendur raunfærnimati, enginn árið 2009, 2 árið 2010 og 2 árið 2011, 3 árið 2012. Árið 2013 luku 5 innflytjendur raunfærnimati, 23 árið 2014, 10 árið 2015 og 18 árið 2016. Sjá á mynd 3.

Af þessum 69 einstaklingum eru 43 karlar eða 62% og 26 konur eða 38%, en gögnum fyrir raunfærnimat er ekki skipt eftir uppruna einstaklinga. Flestir þeirra luku raunfærnimati í löggildum iðngreinum, eða 77%, 21% luku raunfærni- mati í öðrum greinum og 2% eftir viðmiðum atvinnulífsins. Skiptinguna má sjá í töflu 4.

Lokaorð

Úrræði framhaldsfræðslunnar geta nýst innflytjendum á ýmsan hátt, til dæmis til að kynna fyrir þeim menntunar- og starfsúrræði á Íslandi og meta bakgrunn þeirra, menntun, reynslu og þekkingu.

Náms- og starfsráðgjöf er gjarna fyrsta skrefið fyrir fólk sem nýtir sér úrræði framhaldsfræðslunnar. Samkvæmt tölum um erlenda ríkisborgara sækja aðeins að meðaltali 6,6% þeirra þá þjónustu, eða allt frá 10% árið 2008 og niður í 5% árið 2013. Því má ætla að úrræði náms- og starfsráðgjafar gætu nýst betur til að koma til móts við þennan hóp í samfélaginu.

Raunfærnimat er hins vegar augljóslega vannýtt leið til að koma til móts við þá innflytjendur sem hingað koma. Aðeins 1,7% af heildarfjölda þeirra sem fóru í raunfærnimat á tímabilinu 2008–2016 voru erlendir ríkisborgarar. Raunfærnimat er leið til að meta menntun, færni, hæfni og kunnáttu einstaklinga óháð því hvar hennar er aflað og ætti því að gagnast vel við að meta þekkingu og hæfni innflytjenda í samræmi við íslenskan veruleika.

Guðrún Erla Öfjörð Ólafsdóttir

Guðrún Erla Öfjörð Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helstu verkefni Guðrúnar hjá FA tengjast úrvinnslu tölfræðigagna, kynningarmálum, upplýsingasöfnun meðal samstarfsaðila og verkefnastjórn.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi