- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Leiðbeiningar til greinahöfunda

Efnisval

Ritnefnd ákveður sjónarhorn og áherslur veftímaritsins, hefur samband við höfunda efnis og tekur afstöðu til birtingu greina.

Efni sem á erindi í Gátt

Gátt er veftímarit sem ætlað er að vera vettvangur fyrir efni um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar starfsfræðslu. Í ritinu eru bæði fræðigreinar og almennar og þar fer fram kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu og símenntun, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Ritið birtir greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verkefnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði símenntunar og starfsfræðslu ásamt reynslusögum af verkefnum á Íslandi, bæði úr fyrirtækjum og fræðslustofnunum.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram

Með öllu efni sem sent er í ritið þurfa að vera eftirfarandi upplýsingar að fylgja:

  • Titill greinar, viðtals eða frásagnar sem gefi sem ljósasta mynd af efni.
  • Nafn og núverandi staða höfundar.
  • Fræðigreinum þarf að fylgja örstutt ferillýsing höfundar, þ.e. bakgrunnur og reynsla, staða þegar greinin er skrifuð, sérfræði- og/eða rannsóknasvið.
  • Myndefni fyrir titilmynd ásamt mynd af höfundi/höfundum

Myndefni

Höfundar efnis eru beðnir að hafa samráð við ritstjórn um skil á mynd- og talnaefni sem fylgir greinum þeirra.

Allt myndefni inn í greinar þarf að vera a.m.k. 1200px á breidd.

Myndir af höfundum þurfa að vera 600x700px.

Ttitilmynd greinar þarf að vera a.m.k. 1800px á breidd.

Lesendahópur

Lesendur eru breiður hópur þeirra sem koma að fullorðinsfræðslumálum á Íslandi, stjórnendur, leiðbeinendur, námsráðgjafar, kostendur fræðslu, kaupendur fræðslu, nemendur og þátttakendur. Textinn þarf að höfða til þessa breiða hóps, vera skýr og aðgengilegur og hafa augljósa tilvísun í eða tengsl við það hagnýta hlutverk sem Fræðslumiðstöðin gegnir.

Fræðigreinar og annað efni

Áskilið er að þær fræðigreinar sem birtar verða hafi ekki birst í öðru íslensku riti. Almennt er miðað við að frásagnir og viðtöl sem birtist í ritinu sé á bilinu 1000 – 1500 orð að lengd. Ætlast er til að höfundar breyti efni og lagfæri það í samræmi við ábendingar ritnefndar. Verulegar lagfæringar í próförk eru bornar undir höfund.

Heimildir

Um tilvísanir og heimildaskrá vegna greina vísast til hins svokallaða APA-tilvísanakerfis bandaríska sálfræðingafélagsins. Handhægar upplýsingar er einnig að finna í ritinu Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Dæmi um heimildaskráningu:

American Psychological Association. (2001). Publication Manual of the American Psychological Association (5. útgáfa). Washington: APA.
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002). Gagnfræðakver handa háskólanemum (3. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi