Ritnefnd ákveður sjónarhorn og áherslur veftímaritsins, hefur samband við höfunda efnis og tekur afstöðu til birtingu greina.
Gátt er veftímarit sem ætlað er að vera vettvangur fyrir efni um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar starfsfræðslu. Í ritinu eru bæði fræðigreinar og almennar og þar fer fram kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu og símenntun, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Ritið birtir greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verkefnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði símenntunar og starfsfræðslu ásamt reynslusögum af verkefnum á Íslandi, bæði úr fyrirtækjum og fræðslustofnunum.
Með öllu efni sem sent er í ritið þurfa að vera eftirfarandi upplýsingar að fylgja:
Höfundar efnis eru beðnir að hafa samráð við ritstjórn um skil á mynd- og talnaefni sem fylgir greinum þeirra.
Allt myndefni inn í greinar þarf að vera a.m.k. 1200px á breidd.
Myndir af höfundum þurfa að vera 600x700px.
Ttitilmynd greinar þarf að vera a.m.k. 1800px á breidd.
Um tilvísanir og heimildaskrá vegna greina vísast til hins svokallaða APA-tilvísanakerfis bandaríska sálfræðingafélagsins. Handhægar upplýsingar er einnig að finna í ritinu Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H. Jónsson og Sigurð J. Grétarsson. Dæmi um heimildaskráningu:
American Psychological Association. (2001). Publication Manual of the American Psychological Association (5. útgáfa). Washington: APA.
Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2002). Gagnfræðakver handa háskólanemum (3. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan.