- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Um nýsköpunar- og þróunarstyrki Fræðslusjóðs

Stjórn Fræðslusjóðs skipar sérstaka úthlutunarnefnd sem hefur það hlutverk að: koma með tillögur að áhersluatriðum, fara yfir og meta umsóknir og gera tillögur til stjórnar um úthlutun.

Auglýst er eftir umsóknum í mars ár hvert. Gengið er frá úthlutun og samningum við styrkþega í lok maí. Verkefni sem hljóta styrk mega spanna tvö ár frá úthlutun. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fylgist með framvindu verkefnanna, að tímaáætlun standist og við verklok að senda afurðir til formanns úthlutunarnefndar sem ber ábyrgð á að þær séu i samræmi við forsendur umsóknar. En þessi atriði eru forsenda þess að styrkþegi fái fullnaðargreiðslu.

Árið 2017 voru eftirfarandi áherslur lagðar til grundvallar úthlutun:

  • Raunfærnimat í atvinnulífinu sem byggist á hæfnigreiningu starfa.
  • Þróun rafræns, gagnvirks námsefnis sem nýtist markhóp framhaldsfræðslu.
  • Nýjungar í námi og kennslu í starfstengdri íslensku fyrir einstaklinga á vinnumarkaði, með erlent tungumál að móðurmáli.
  • Samstarf fræðsluaðila og fyrirtækja/stofnana um aðferðir til virkrar þátttöku í símenntun á vinnustað. Rétt er að ítreka að þetta eru áherslur, en ekki forsenda úthlutunar.

Árið 2017 voru 31.500.00 kr. til úthlutunar. Alls bárust 28 umsóknir um styrki, samtals að upphæð 74.819.750 kr. Styrkir voru veittir til 15 verkefna, samtals 36.120.000 kr.

Eftirtaldir aðilar fengu úthlutun árið 2017:

Björn Garðarsson

Björn Garðarsson er fjármálastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi