- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Markhópur framhaldsfræðslunnar og tölfræði úr starfinu 2009 – 2019

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands[i] fækkar Íslendingum sem hafa aðeins lokið grunnmenntun. Árið 2009 var hlutfall landsmanna í þeim hópi á aldrinum 25 – 64 ára um 30% en árið 2019 hafði hlutfallið í sama aldurshópi lækkað í 21,5%.

Mynd 1. Mannfjöldi eftir menntunarstöðu (Hagstofa Íslands, 2020)

Því má áætla að markhópur framhaldsfræðslunnar sem skilgreindur er í lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010 hafi minnkað um 8% – 10% á landsvísu á síðastliðnum 10 árum. Þetta á sér margvíslegar skýringar en gera má ráð fyrir að úrræði framhaldsfræðslunnar hafi haft þónokkur áhrif.

Tölfræði úr framhaldsfræðslunni

Hlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) er að þróa framhaldsfræðslu með það að leiðarljósi að veita fólki, sem er á íslenskum vinnumarkaði og hefur ekki lokið formlegu námi úr framhaldsskóla, tækifæri á að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði í samræmi við ofangreind lög um framhaldsfræðslu.

FA hefur frá upphafi starfseminnar, árið 2003, safnað tölfræðigögnum um framkvæmd þeirra úrræða sem FA hefur þróað. Úrræðin sem um ræðir eru raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og námsleiðir fyrir markhóp FA. Á árinu 2003 fóru fyrstu námsmennirnir í gegnum námsleiðir sem FA undirbjó til vottunar. Árið 2006 hófu fræðslu- og símenntunarmiðstöðvarnar að bjóða viðtöl um nám og störf til einstaklinga í markhópi FA og árið 2007 fóru fyrstu einstaklingarnir í gegnum raunfærnimat, fyrst í iðngreinum en síðan bættust fleiri greinar við.

Námsleiðir

Eitt meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins er að semja námskrár og vinna með samstarfsaðilum að þróun þeirra. Námskrár FA eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins. Árið 2009 buðu 10 samstarfsaðilar FA víðs vegar á landinu upp á nám samkvæmt vottuðum námsleiðum, árið 2011 hafði ein bæst í hópinn og tvær til viðbótar árið 2012 þegar þær voru orðnar 13.

Árið 2009 luku 2494 manns námi í 27 vottuðum námsleiðum framhaldsfræðslunnar sem kenndar voru í fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um land allt. Af þessum fjölda var nám 1957 einstaklinga fjármagnað með styrkjum úr Fræðslusjóði en nám 537 einstaklinga fjármagnað með öðrum leiðum.

Árið 2019 luku 3040 manns námi úr 34 mismunandi vottuðum námsleiðum framhaldsfræðslunnar. Af þessum fjölda var nám 2340 einstaklinga fjármagnað með Fræðslusjóði og nám 700 fjármagnað með öðrum leiðum. Á töflu 2 má sjá fjölda nemenda sem luku námi í vottuðum námsleiðum 2009 – 2019 skipt eftir fjármagni.

Fjármagn20092010201120122013201420152016201720182019
Fræðslusjóður19572398248627102615280427062268258323792340
Annað5371062765579468388417395527974700
ALLS24943460325132893083319231232663311033533040
Tafla 1. Fjöldi nemenda sem ljúka námi í vottuðum námsleiðum eftir fjármagni.

Mest sóttu námsleiðir hafa breyst nokkuð á þessu tíu ára tímabili enda eru námsleiðir í stöðugri endurskoðun og nýjar námsleiðir teknar til kennslu. Ef hlutfall þeirra sem luku námi sem fjármagnað er af Fræðslusjóði er skoðað var Grunnmenntaskólinn vinsælasta námsleiðin árið 2009 þar sem 348 nemendur sóttu þá námsleið, Félagsliðabrú í öðru sæti með 175 nemendur og námsleiðin Aftur í nám með 174 nemendur. Þetta má sjá á töflu 2.

Grunnmenntaskólinn348
Félagsliðabrú175
Aftur í nám174
Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum152
Heilbrigðis- og félagsþjónusta136
Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla125
Leikskólaliði – brú98
Grunnám fyrir skólaliða89
Landnemaskólinn87
Færni í ferðaþjónustu I78
Tafla 2. Tíu vinsælustu námsleiðir árið 2009 (greitt af Fræðslusjóði)

Árið 2019 voru Menntastoðir vinsælasta námsleiðin með 315 nemendur, Sterkari starfsmaður í öðru sæti með 223 nemendur og Smiðjur í því þriðja með 175 nemendur. Félagsliðabrú er enn vinsæl námsleið með 160 nemendur árið 2019 og Íslensk menning og samfélag er einnig vinsæl námsleið með 107 nemendur en sú námskrá er nýrri útgáfa Landnemaskólans. Þetta má sjá í töflu 3.

Menntastoðir315
Sterkari starfsmaður223
Smiðja175
Félagsliðabrú160
Skrifstofuskólinn142
Að lesa og skrifa á íslensku126
Sölu-, markaðs- og rekstrarnám123
Fagnámskeið fyrir starfsmenn í félags- og heilbrigðisþjónustu109
Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk108
Íslensk menning og samfélag107
Tafla 3. Tíu vinsælustu námsleiðir árið 2019 (greitt af Fræðslusjóði)

Konur eru jafnan duglegri við að sækja vottaðar námsleiðir hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum um allt land og er hlutfall þeirra sem ljúka námi er yfirleitt í kringum 65% en karla 35%, þó hefur körlum farið fjölgandi. Þetta má sjá á mynd 2.

Af þeim þrettán fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum sem kenna vottaðar námsleiðir FA eru 9 víðsvegar á landsbyggðinni og fjórar á höfuðborgarsvæðinu. Hærra hlutfall nemenda sækir námsleiðir á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu eins og sjá má á töflu 4.

20092010201120122013201420152016201720182019
Höfuðborgarsvæðið38%33%37%31%36%38%34%34%33%30%32%
Landsbyggðin62%67%63%69%64%62%66%66%67%70%68%
Tafla 4. Hlutfall nemendafjölda sem sækja vottaðar námsleiðir á höfuðborgarsvæði og landsbyggð 2009 – 2019 (greitt af Fræðslusjóði)

Nánari tölfræði um námsleiðir má finna hér á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Ráðgjöf um nám og störf

Ráðgjöf um nám og störf hefur verið í boði fyrir markhóp FA frá árinu 2006, einstaklingum að kostnaðarlausu. Ef skoðaður er fjöldi viðtala á tíu ára tímabilinu 2009 – 2019 má sjá að viðtölum fjölgaði töluvert á milli áranna 2009 – 2010 vegna aðgerða framhaldsfræðslunnar á þeim tíma vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Árið 2015 dró heldur úr fjöldanum aftur en hefur á undanförnum árum aukist aðeins.

Á töflu 6 má sjá fjölda viðtala eftir fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum á þessu tímabili. Árið 2009 buðu 12 fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar upp á viðtöl sem greidd voru af Fræðslusjóði, árið 2010 bættist ein við og árið 2015 voru þær orðnar 14.

20092010201120122013201420152016201720182019
Austurbrú 331686484452297274245138262323233
Farskólinn á Norðurl. vestra22523612991175293294257276269247
Fræðslumiðstöð Vestfjarða195472451394331429406403397407527
Fræðslunetið Suðurlandi394479583622657777454716701688690
Fræðslusetrið Starfsmennt173246285201286326853916654
Fræðsluskr. rafiðnaðarins230525298509357465471370454400211
Framvegis137273231397581
IÐAN10681722225423052990242122162757184122532449
Miðstöð símennt. á Suðurnesjum1375210218401319122313549068468298081074
Mímir17592446282725883039241813241322152316981597
Símenntunarmiðst. á Vesturlandi330810611368384525528412521496378
Símenntunarmiðst. Eyjafjarðar501616555688867635766929736600652
Þekkinganet Þingeyinga240342402446406359323354578668525
Viska, Vestmannaeyjum119190158150165170220181302300230
HEILDARFJÖLDI VIÐTALA6767107991086810217110891040686169043869094739448
Tafla 5. Fjöldi viðtala eftir símenntunarmiðstöðvum 2009 – 2019.

Árið 2017 var farið að skrá upplýsingar framhaldsfræðslunnar í INNU og hefur það gefið góða raun. Þær tölur gefa möguleika á að sækja upplýsingar um hversu margir einstaklingar hafa nýtt sér viðtölin. Eins og sjá má á töflu 6 þá fer hver einstaklingur að meðaltali í 3-4 viðtöl yfir árið, en einstaklingar sem eru í öðrum úrræðum svo sem námsleiðum eða raunfærnimati nýta sér gjarna viðtöl í meira mæli.

Ártal201720182019
Fjöldi viðtala869094739448
Fjöldi einstaklinga299027612724
Meðalfjöldi viðtala pr.einstakling2,913,433,47
Tafla 6. Meðalfjöldi viðala pr. einstakling 2017 – 2019.

Meirihluti ráðþega sem sækja þessa þjónustu eru á aldursbilinu 26 – 40 ára og þar á eftir er aldurshópurinn 41 – 55 ára eins og sjá má á mynd 3.

Fleiri karlar sækja sér ráðgjöf um nám og störf hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvunum en það skýrist mikið til af raunfærnimati, en eins og sést í næsta kafla eru karlmenn í meirihluta þeirra sem sækja raunfærnimat en náms- og starfsráðgjöf gegnir mikilvægu hlutverki í matinu. Kynjahlutfallið árin 2009-2019 má sjá á mynd 4.

Ráðgjöf um nám og störf sem greidd er af Fræðslusjóði miðast við að greiða viðtöl fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar og það endurspeglast í menntunarstigi þeirra sem sækja þessa þjónustu. Á mynd 5 má sjá menntunarstig ráðþega 2009 – 2019.

Innflytjendur hafa nýtt sér ráðgjöf um nám og störf í auknum mæli undanfarin ár. Þetta má glöggt sjá að mynd 6.

Nánari tölfræði um náms- og starfsráðgjöf má finna hér á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Raunfærnimat

Raunfærnimat samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti svo sem starfsreynslu, starfsnámi, skólanámi, frístundanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við allskonar aðstæður í alls konar samhengi og með raunfærnimati getur einstaklingur fengið mat á hæfni/færni óháð því hvernig hennar hefur verið aflað.

Raunfærnimat hefur verið framkvæmt af samstarfsaðilum FA frá árinu 2007, fyrst í iðngreinum og svo bættust aðrar greinar við. Frá árinu 2007 hafa 5530 einstaklingar í heild lokið raunfærnimati til ársins 2019. Ef skoðað er tímabilið 2009 til 2019 kemur í ljós að sífellt fleiri nýta sér þessa leið til dæmis til að styrkja sig í starfi eða stytta nám. Árið 2009 fóru 242 einstaklingar í gegnum raunfærnimat en árið 2019 voru þeir 556. Flestir hafa farið í gegnum raunfærnimat í löggildum iðngreinum en þeim sem nýta sér þessa leið í öðrum greinum fer sífellt fjölgandi og árið 2016 voru þeir sem fóru í raunfærnimat í öðru en iðngreinum orðnir jafnmargir og þeir sem fóru í raunfærnimat í iðngreinum. Á töflu 7 má sjá skiptingu milli flokka raunfærnimats á tímabilinu 2009 – 2019.

Ártal20092010201120122013201420152016201720182019
Almennar bóklegar greinar35121016
Löggildar iðngreinar205269266241316398192232194243241
Viðmið atvinnulífsins37973516184832812024
Starfsnám1811016653272293264154304275
FJÖLDI EINSTAKLINGA Á ÁRI242384411423369688568528441577556
Tafla 7. Fjöldi einstaklinga sem luku raunfærnimati eftir flokkum 2009 – 2019.

Frá byrjun raunfærnimats á Íslandi hafa karlar verið í meirihluta vegna raunfærnimats í iðngreinum. En síðustu ár hefur konum verið að fjölga samfara raunfærnimati í fjölbreyttari greinum. Árið 2009 var 80% þeirra sem fóru í raunfærnimat karlar en konur 20%, en árið 2019 voru karlar 58% og konur 42%. Á mynd 7 má sjá kynjaskiptingu í raunfærnimati 2009 – 2019.

Meirihluti einstaklinga sem ljúka raunfærnimati eru á aldrinum 31 – 40 ára þegar þeir ljúka matinu. Á mynd 8 má sjá línurit með aldursskiptingu einstaklinga sem luku mati 2009 – 2019.

Erlendum ríkisborgurum sem ljúka raunfærnimati hefur einnig fjölgað á undanförnum árum. Árið 2009 voru allir sem luku raunfærnimati Íslendingar en árið 2019 voru 16% þeirra sem luku raunfærnimati af erlendum uppruna. Þetta má sjá á mynd 9.

Nánari tölfræði um raunfærnimat má finna hér á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Nánari upplýsingar um tölfræði framhaldsfræðslunnar má finna heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins hér.


Heimildir

Hagstofa Íslands. (2020, 2 13). Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. sótt af Hagstofa Íslands: https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__vinnumarkadur__vinnumarkadsrannsokn__3_arstolur/VIN01201.px/?rxid=defc8377-3f73-449c-a5b8-349a6c1c156a

[i] Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.  Vinnuafl er samtala af starfandi og atvinnulausum.  Frávikshlutfall er yfir 20% þegar fjöldi er minni en 1.000. Tölur eru námundaðar að næsta hundraði ef fjöldinn er meiri en 50. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunarinnar.  Tölurnar eru birtar samkvæmt alþjóðlegu menntunarflokkuninni ISCED 2011. Nánari upplýsingar um menntunarflokkunina má finna hér.
Guðrún Erla Öfjörð Ólafsdóttir

Guðrún Erla Öfjörð Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Helstu verkefni Guðrúnar hjá FA tengjast úrvinnslu tölfræðigagna, kynningarmálum, upplýsingasöfnun meðal samstarfsaðila og verkefnastjórn.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi