- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Veldur kórónaveiran heljarstökki stafrænnar þróunar?

Kennurum er kastað út í fjarkennslu og það veitir aðra og nýja reynslu. En verður það ef til vill til þess að fjarkennsla öðlast viðurkenningu eftir að kórónufaraldrinum lýkur? Bæði og segja sérfræðingarnir.  

Fyrir aðeins mánuði síðan var stafrænn hugbúnaður á borð við Microsoft Teams, Google Meets, Zoom, Hangout, Discord, Skype og fleiri í þeim dúr framandi fyrir fullorðinsfræðara. Ef til vill höfðu þeir hugsað sér að allt þetta um stafræna þróun, rafrænt-nám og fjarkennslu ættu þeir nú eins og aðrir að kynna sér, þegar þeir hefðu tíma til þess…

… Hann fengu þeir alls ekki. Vegna þess að kórónafárið reið óforvarandis yfir. Menntastofnunum á Norðurlöndunum öllum var lokað og allir sendir heim og urðu á örskotsstund að skipta yfir í nám og kennslu í gegnum tölvuskjái og snjalltæki.

– Á þessu tíma rann upp fyrir mér að það er mikill munur á því að kenna á rafrænan hátt ef manni er kastað út í það, eða hvort kennslan er hluti af skipulagðri og undirbúinni starfsemi, segir lektor í hugmyndafræði við Absalon, fagháskólann Ove Christensen.

Hann er meðal þeirra fræðimanna, sem fá tækifæri, á rauntíma, til að fylgjast með hvernig þekkingu og reynslu af stafrænni kennslu fleygir fram. Þegar hugtökum eins og viðurkenning á fjarnámi er flaggað í fjölmiðlum og atvinnurekendur eru á sama tíma hvattir af stjórnvöldum til að efla endurmenntun starfsfólks, sem hefur verið sent heim á þessu fordæmalausu tímum, um málefnið.  

„Miklu skiptir hvor maður kennir á rafrænan hátt vegna þess að maður neyðist til þess eða hvort kennslan er hluti af skipulagðri og undirbúinni starfsemi“, Ove Christensen

Því vaknar spurningin hvaða áhrif hinar ”þvinguðu” kringumstæður hafa á fjarkennslu í framtíðinni: Hvort við munum upplifa heljarstökk tölvuvæðingarinnar sem verður viðvarandi eftir að við snúum aftur til hefðbundins lífs. Eða hvort við öðlumst reynslu sem endar kannski bara með afar takmörkuðum breytingum..

Netheimar eru óendanlegir

Ove Christensen hefur öðlast reynslu sem fræðimaður um stafræna þróun og kennslufræði fullorðinna með því að kenna bæði með hefðbundnu hætti og í fjarkennslu. Nú safna hann og tveir aðrir fræðimenn reynslu í gegnum #Skolechat á Twitter frá kennurum sem miðla reynslu sinni af þvingaðri eða ástandsbundinn fjarkennslu. Á grundvelli hennar er niðurstaðan sú að meðal annars þurfi að endurhugsa kennslufræði fjarkennslunnar. Núna, og líka til frambúðar.   

„Öll hefðbundin félagsleg mörk skortir nú, vegna þess að maður fer inn í netheima sem eru óendanlegir og óskipulagðir“, Ove Christensen.

Hann telur að nú um stundir sé allavega greinilegt hvort maður hafi sem kennari skipulagt fyrirfram hvernig yfirfæra eigi hefðbundna bekkjarkennslu yfir á vefkennslu eða ekki. Mikill munur er á þessu tvennu.  

Á meðan staðbundin kennsla auglitis til auglitis styðst við fasta rútínu og skipulag, maður mætir á ákveðinn stað, á ákveðnum tíma, samkvæmt ákveðnum samningi, fólk og hópar – á það sama ekki við um vefkennslu.

– Öll hefðbundin félagsleg mörk skortir nú vegna þess að maður fer inn í netheima sem eru óendanlegir og óskipulagðir. Það krefst mun meiri sjálfsaga og í því felst mikil áskorun, segir hann.

Þú getur ekki leiðrétt samtímis

Í bekkjarkennslu á sér samtímis stað heilmikið spjall og leiðbeinandi samtal, þar sem maður sem kennari getur gripið inn í og sagt að „nei ég hafði ekki séð þetta þannig fyrir mér“. Þar getur maður alltaf skipt um svið og stað og beint athyglinni í rétta átt.   

– Í vefumhverfi verður maður í auknum mæli að geta sér til um hvað á að gerast og skipuleggja og undirbúa með lýsissamskiptum. Með öðrum orðum, að maður verður að segja, hvað þátttakendur eiga að gera, hversvegna, hvenær og hvernig, verður að stýra og fjarstýra á grundvelli þess sem getur gerst. Vegna þess að þú getur ekki leiðrétt samtímis, segir Ove Christensen.

Menntun er menntun

Ove Christensen gerir ekki greinarmun á tæknivæddri menntun eða venjulegri menntun. Menntun snýst um, hvernig maður verður ábyrg manneskja í eigin lífi ásamt öðrum. Þess vegna verður að reyna bæði í vefrænni og staðbundinni kennslu að kenna á þann hátt að þátttakendur finni að þeir bæði eigi þátt í og hafi áhrif á það sem gerist. Þeir verða að finna, að þeir séu þátttakendur í samfélagi, að þeir geti lagt sitt af mörkum og hljóti viðurkenningu á því sem þeir standa fyrir.  

„Maður leiðbeinir um, hvernig á að bera sig að, vegna þess að maður býr ekki yfir þekkingu á hvernig hægt er að nýta tækifæri til samræðu, þátttöku og samfélags á vefnum“, Ove Christensen

– En ef maður er ekki vanur að vinna starfrænt, þá gleymir maður hvernig maður gerir í skólastofu – að maður býður inn. Þess í stað fer maður frekar að gera það sem maður telur að hægt sé að gera upplýsa um, miðla gríðarlegum upplýsingum og „Gerið þetta“. Á þann hátt skerðir maður reyndar kennslufræðina, færir hana í átt að fyrirskipun. Maður skipar frekar fyrir um hvað á að gera, vegna þess að maður býr ekki yfir þekkingu á hvernig hægt er að nýta tækifæri til samræðu, þátttöku og samfélags á vefnum. Og það er lykilatriði í allri menntun, segir hann.      

Að fólk hittist verður viðvarandi

Þorirðu að spá fyrir um, hvað muni standa eftir á sviði tölvuvæðingar að loknu þessu tímabili?

–  Ég tel, að við munum upplifa mismunandi aðstæður á mismunandi stöðum. Sumir taka hlé og segja, nú skulum við leggja rækt við hið talaða orð, Grundtvig (danskur prestur og forgöngumaður alþýðufræðslu ath. þýðanda) og samfélagið þar sem við veitum hvert öðru athygli. Aðrir verða áræðnari í beitingu stafræns námsefnis og gera tilraunir vegna þess að þeir hafa komið auga á tækifærin. Það er afar erfitt að alhæfa, en ég held að tölvuvæðingaraldan muni vara við, segir Ove Christensen.

„Sumir taka hlé og segja, nú skulum við leggja rækt við hið talaða orð, Grundtvig og samfélagið þar sem við veitum hvert öðru athygli“, Ove Christensen

Því er Michael Andersen forstöðuráðgjafi við Námsmatsstofnun Danmerkur, EVA, sammála.

– Við munum sjá uppsveiflu í beitingu rafræns nám og blönduðu námi og ég tel að sú mikla reynslu sem nú verður til muni hafa áhrif á gæðin. Þeim fjölgar sem miðla reynslu. En það verð líka einhverjir  sem komast að því hverjir kostir staðbundinnar kennslu eru. Því tel ég að við munum að hálfu ári liðnu ekki búa einungis við rafrænt nám, síður en svo. Að fólk kemur saman verður viðvarandi.

Þetta er ekkert sem maður bara gerir

Michael Andersen stendur að skýrslunni  Reynsla af tölvuvæðingu af fullorðinsfræðslu og endurmenntun frá EVA, sem er skrifuð á grundvelli rannsókna fyrir kórónukreppuna. Í skýrslunni er hvatt til að efla frekar – þar sem tækifæri gefst –fjarkennslu.

„En það verð líka einhverjir sem komast að því hverjir kostir staðbundinnar kennslu eru“,  Michael Andersen

– En aðalatriðið er að fjarkennsla er almennt ekki eitthvað sem ”maður bara gerir”. Til að tryggja  gæðin þarf maður að hugsa sig vandlega um. Þetta er önnur leið til að læra og maður verður að einbeita sér að samtalinu og að það eru aðeins þeir allra áhugasömustu sem geta setið einir út af fyrir sig og framfylgt góðum námsferli. Venjulega er maður í sambandi við einhvern, svo ef framkvæma á þetta á viðunandi hátt verður að virkja fólk. Í raun og veru þarf að yfirfæra flest það besta frá staðbundinni kennslu í tölvuvætt umhverfi.

En maður á einmitt ekki að yfirfæra venjulega bekkjarkennslu í tölvuvætt umhverfi?

– Nei, það virkar ekki einn á einn og þú getur ekki bara stungið kennslunni í samband við straum, það krefst nýrrar hugmynda. En þrátt fyrir það gilda mörg sömu kennslufræðileg grundvallarlögmál, samsinnir hann Ove Christensen.

Aukin gæði framvegis

Með öðrum orðum, þá má enn beita þeirri reynslu sem þið öfluðuð í könnuninni, á grundvelli þess sem vitað er?

– Já, en ef til vill verður skýrara hvað hægt er að gera jafnvel með tölvunni – til dæmis að halda fund með Skype, þar sem maður þarf ekki alltaf að vera í sama herbergi. Líka með tilliti til kennslunnar. En það verða áfram kringumstæður, þar sem maður segir að nú er brýnt að við komum saman vegna þess að það gerist eitthvað annað við þessháttar kringumstæður, segir hann og bætir við.

– Ég vænti þess að það séu mjög margir, sem munu notfæra sér það sem þeir hafa lært við þessar sérstæðu kringumstæður þar sem þeir hafa neyðst til þess að nýta stafræn verkfæri á annan hátt en við höfum áður gert. Þetta eru getgátur, en að viðhöfðum öllum fyrirvörum, þá tel ég að til lengri tíma muni aðferðir sem við beitum við kennslu breytast, segir Michael Andersen hjá EVA.

Greinin er frá NVL (Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna) og er birt í Gátt með góðfúslegu leyfi. NVL styður samstarf um ævimenntun á Norðurlöndunum öllum, þróar þekkingu fyrir yfirvöld og fræðsluaðila. Netið er ein af áætlunum Norrænu ráðherranefndarinnar. Nánari upplýsingar um ævimenntun á Norðurlöndum má finna á nvl.org

Dorthe Plechinger

Dorthe Plechinger er sjálfstætt starfandi blaðamaður og vinnur þrjá daga í viku hjá danska Fræðslusambandinu (samband leiðbeinenda, kennara, ráðgjafa og stjórnenda í fullorðinsfræðslu og á framhaldsskólastigi) við skriftir um fullorðinsfræðslu og framhaldsskóla.
Dorthe er menntuð sem blaðamaður og hefur í fjölda ára fengist við einmitt þessi svið menntunar, fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun auk framhaldsskólans. Hún hefur óþrjótandi áhuga á kennslufræði og öllu sem lítur að opinberri umræðu um menntun og hverju menntun getur skilað einstaklingnum hafi hann tækifæri til þess að afla sér hennar.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi