- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Blekking að halda að stéttir skipti ekki lengur máli

Ef fjölga á fullorðnum sem sækja sér menntun, snýst málið um peninga, kennslufræði og pólitískan vilja. Þetta er álit rithöfundarins og blaðamannsins Lars Olsen, sem tekur þátt í  samstarfinu um Stéttaverkefnið (d. Klasseprojektet) þar sem Viðskiptaráð verkalýðshreyfingarinnar í Danmörku greinir og skjalfestir sundraða Danmörku – meðal annars hallann á dreifingu menntunar.   

Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á danska menntakerfinu til þess að brjóta niður félagslegar hindranir í ákveðnum samfélagshópum. En umbæturnar hafi ekki gagnast öllum. Eitt af því sem hefur haldið aftur af mörgum er áratuga háskólavæðing menntakerfisins. Hið sama á við um möntruna um að stéttasamfélagið hafi verið afnumið og því þurfi ekki að grípa til neinna sérstakra aðgerða til aðstoðar við ákveðnar stéttir.  

Enn er afar mikil stéttaskipting meðal þeirra sem sækja sér menntun á unga aldri. En hlutfall fullorðinna sem tilheyra lágstétt og verkalýðsstétt og öðrum stéttum er nokkuð jafnt.
Mynd úr myndabanka Norrænu ráðherranefndarinnar

– Staða félagslegs hreyfanleika er háð því sem þú leitar að, segir cand.phil., blaðamaður og rithöfundurinn Lars Olsen og útskýrir að ef litið er til hlutfalls þeirra sem ekki ljúka námi að loknum grunnskóla, þá er það sem betur fer lægra en fyrir 20 árum.

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til á þessu sviði hafa gagnast einhverjum og áherslu ríkisstjórnarinnar á stefnuna „frá ófaglærðum til faglærðs“ með því að veita fjárhagslegan stuðning sem nemur 10 prósenta viðbót við grunnatvinnuleysisbætur á  námstímanum.

– En eftir stendur hópur sem ekki hefur bætt menntunarstig sitt og hjá þeim hallar heldur undan fæti, bætir hann við.

EF ÞÚ SKAPAR SKÓLA- OG MENNTAKERFI, SEM HENTAR ÞEIM HELMINGI BARNA SEM KOMA FRÁ HEIMILUM ÞAR SEM BÖRN HAFA EKKI GÓÐAN AÐGANG AÐSTOÐ HEIMA, ÞÁ AUÐVELDAR ÞÚ ÞEIM SEM HVAÐ VERST VERÐA ÚT AÐ KOMAST Í GEGNUM KERFIÐ, LARS OLSEN.

Í vor kemur út bók eftir Lars Olsen með greiningu á því hvernig búseta á mismunandi stöðum í landinu hefur áhrif á aðgengi að m.a. menntun. Og hann hefur eiginlega gert það að aðalviðfangsefni sínu að skrifa greinar, dálka, greiningar og bækur um mismunun á ólíkum sviðum í Danmörku um þessar mundir. Það hefur meðal annars skilað sér í Stéttaverkefninu í samstarfi við Viðskiptaráð verkalýðshreyfingarinnar sem hefur leitt til útgáfu fjölda bóka um efnið. Í bókinni sem kemur út í vor og er framhald af þeirri síðustu sem kom út 2014 Stéttabarátta að ofan (d. Klassekamp fra oven) – en þar er því haldið fram að enn fyrirfinnist ólíkar þjóðfélagsstéttir, og jafnframt bent á fjölda áskorana sem þarf að takast á við áður en allir hafa jafnan aðgang að menntakerfinu. Þær eiga á við P in þrjú: Peninga, pædagogik/uppeldisfræði og pólitík á sviðinu.

Hér er vont orðið verra

Hluti af sameiginlegri hugmynd tíunda áratugarins og þeim fyrsta á þessari öld var að við byggjum í stéttlausu samfélagi, að við sköpuðum okkar eigin sjálfsmynd, og með svo mörgum valkostum hyrfi stéttaskiptingin eiginlega af sjálfu sér. 

– En það er blekking að halda, að stéttir skipti engu máli lengur, fullyrðir Lars Olsen og bendir á fjölda þeirra sem tilheyra í félagslegu samhengi „lágstétt“: 20 prósent vinnufærra Dana, 13 prósent fjölskyldna. Þau eru langvarandi utan vinnumarkaðar, atvinnulaus, þiggja fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera í mörg ár, eða fara sífellt inná og útaf vinnumarkaði. Varðandi börnin þeirra, þá eru þau enn ólíklegri til þess að brjótast út úr munstrinu.

– Fyrir 20 árum síðan komust fleiri úr þeirri stöðu en nú, segir Lars Olsen og útskýrir að þá hafi fjórðungur þeirra barna, sem uxu úr grasi og lent í sömu stöðu og foreldrarnir, þegar þau sjálf urðu þrítug. Það er að segja án menntunar og stöðugrar atvinnu. Nú á það sama við um þriðja hvern.

Frá bótaþega í bankastjóra?

En snýst það að breyta munstrinu ekki frekar um félagsmála- en menntamálpólitík?

– Það er félagslegt verkefni, en það hefur ekki auðveldað breytinguna að menntakerfið er háskólavæddara og skólinn er orðinn enn bóklegri en áður. Það má líka segja að ef þú skapar skóla- og menntakerfi, sem hentar þeim helmingi barna sem koma frá heimilum þar sem börn hafa ekki góðan aðgang að aðstoð heimafyrir, þá auðveldar þú þeim sem hvað verst verða út að komast í gegnum kerfið, segir Lars Olsen.

– Ef maður vill vera ögrandi, þá sagði þáverandi forsætisráðherra Anders Fogh Rasmussen í opnunarávarpi sínu á danska þjóðþinginu (d. Folketinget) árið 2002, að það ætti að vera mögulegt að hefja sig frá því að vera bótaþegi í að verða bankastjóri. En það hefur gerst síðan þetta var sagt er að börnum bótaþega sem sjálf þiggja bætur hefur fjölgað.

Neðst í menntapíramídanum eru þar að auki 16 prósent fullorðinna með litla læsisfærni, sem er ekki fær um að lesa einfalda texta. Sennilega sá hópur sem er mest aðkallandi vandamál menntakerfisins, telur Lars Olsen:

– Það er illa komið fyrir þér ef þú átt í vandræðum með lestur eða reikning, ef þú getur ekki lesið textann í sjónvarpinu í samfélaginu í dag, segir hann en undirstrikar, að það sé erfitt að tala um einsleita hópa. Til dæmis er hópur ófaglærðra afar blandaður. Sumir hafa ágætis laun og sinna háþróuðum sérfræðistörfum.  

– Þá skortir einna helst pappír með staðfestingu á því sem þeir kunna.

Stökkið upp á við háskólavæðist

Helsti syndaselurinn varðandi ójafnan aðgang að menntakerfinu er þó háskólavæðingin. Meðal annars með tilliti til þess að mennta sig upp. Sú áskorun er afar aðkallandi um þessar mundir, vegna þess að með hækkandi eftirlaunaaldri eigum við að vera lengur á vinnumarkaðnum, segir Lars Olsen.

„EN ÞAÐ SEM HEFUR GERST Í SÍÐAN ÞÁ ER AÐ BÖRNUM BÓTAÞEGA SEM SJÁLF ÞIGGJA BÆTUR HEFUR FJÖLGAÐ, SEGIR LARS OLSEN.

Hópurinn sem hefur menntun og sæmileg laun, hefur kannski þörf fyrir að mennta sig fyrir annað starf. Tökum dæmi um smiðinn, sem er 45 ára og getur ekki haldið áfram að liggja á þakmæninum þar til hann verður 65 ára. Í raun og veru ætti hann að geta nýtt reynslu sína sem byggingafræðingur eða arkitekt, en rekur sig á vegg þegar að menntakerfinu kemur, sem með orðum Lars Olsens er orðið „algerlega háskólavætt“:

Það var algengt að fólk bætti við sig menntun á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, byggingariðnaðarmenn bættu við sig og urðu arkitektar. Nú hefur ýmislegt þróast í öfuga átt. Meðal annars vegna þess að skilyrði til inntöku eru eiginlega án undantekninga stúdentspróf.

– Sem hefur leitt til þess að það eru afar fáir eftir sem velja verknámsleiðina. Sú danska hefð að fara á milli eða skiptast á reynslu og menntun fyrirfinnst eiginlega ekki lengur vegna þess að aðgangskröfunum hefur verið breytt, segir hann.

Háskólavæðing menntakerfisins átti sér fyrst og fremst stað á tíunda áratug síðustu aldar og þeim fyrsta á þessari. Þá kom hugmyndin um þekkingarsamfélagið fram – engilsaxnesk hugmynd undir nafninu The Knowledge Economy, segir Lars Olsen. Og hún sló í gegn og hafði víðtæk áhrif í danska menntakerfinu.

– Á öðrum áratug þessarar alda kom fram nýr skilningur, þegar stjórnmálamenn fóru að tala um þekkingar – OG framleiðslusamfélag. Þá varð viðurkennt að það væri ekki aðeins þörf fyrir þekkingu heldur líka framleiðslu. Þess vegna er uppi hreyfing núna þar sem sjónum er beint að verklegri færni. En hún er enn of veikburða í samanburði við afar sterka hreyfingu tuttugu árin þara á undan – þegar allt kerfið var háskólavætt.

Dregur úr stéttaskiptingu með aldrinum

Í bókinni Stéttabarátta að ofan könnuðu Lars Olsen og meðhöfundar hans birtingarmynd atvinnu meðal ungra fullorðinna á aldrinum 25-26 ára og aftur sem  35-44 ára. Þá komi í ljós að margir þeirra, sem ekki sóttu sér menntun á unglingsárunum og ólust upp í veikum fjölskyldum, hafa aflað sér menntunar síðar í lífinu. Það sama á við um börn úr verkamannafjölskyldum.

Það er mikill félagslegur munur er á meðal þeirra sem sækja sér menntun á unglingsaldri. Efri-stéttar og hærri milli-stéttar börn eru langskólagengin og mjög mörg börn ófaglærðra foreldra eða utan vinnumarkaðar njóta ekki menntunar að loknum grunnskóla.  En munurinn er öðruvísi meðal fullorðinna. Fullorðnir úr lágstétt og verkafólk sækja sér jafn mikla endurmenntun og fólk af efri-stéttum.

ÞVÍ TEL ÉG AÐ ÞAÐ VÆRI BETRA EF MENNTAKERFIÐ VÆRI ÞANNIG AÐ ÞAR VÆRI GERT RÁÐ FYRIR AÐ HÆGT VÆRI AÐ AFLA SÉR VERKLEGRAR MENNTUNAR Á UNGA ALDRI OG BÆTA EINHVERJU MEIRA VIÐ Á FULLORÐINSÁRUM, SEGIR LARS OLSEN.“

Lars Olsen er Cand.phil. í samfélagsfræðum, blaðamaður og rithöfundur. Þar að auki hefur hann unnið við greiningar meðal annars við skipulagningu margra rannsókna á misréttir og félagslegum mörkum í Danmörku.  Hefur gefið út fjölda bóka, meðal annars Horfna fólkið (Det forsvundne folk) árið 2018, en er einnig einn af höfundum Stéttaskipting að ofan (Klassekamp fra oven), Menntun fyrir fjöldann (Uddannelse for de mange) árið 2012, Sigurgleði einvalaliðsins (Eliternes Triumf) 2010, Félagslega deiglan (Den sociale smeltedigel) árið 2009, Nýja mismununin (Den nye ulighed) árið 2007 og Hin skipta Danmörk (Det delte Danmark árið (2005).
Lars Olsen hefur á síðari árum tekið þátt í ótal vinnuhópum á sviði menntunar og húsnæðis. Meðal annars vinnuhópi þáverandi menntamálaráðherra Bertel Haarders sem fjallaði um félagsarf á árunum 2008-2010.  2015 var hann valin í fulltrúaráð öryggishópsins sem meðal annars stendur fyrir sjóðnum um örugga Danmörku.  

Þetta snýst um vilja

Það þarf tvenn til að bæta menntun þessara tveggja hópa: Þeirra sem hafa dregist aftur úr vegna skorts á menntunar og þeirra sem hafa þörf fyrir að breyta um menntun á efri árum. Þetta snýst um peninga og uppeldisfræði en líka um pólitískan vilja, undirstrikar Lars Olsen.

– Þegar þú ert orðinn fertugur geturðu ekki lifað af námsstyrknum á sama hátt og þegar þú varst 20 ára. Þú verður að hafa öfluga framfærslu, segir hann og bætir við að sjálfsagt sé alltaf hægt að ræða, hvar mörkin fyrir fjárframlögum eiga að liggja, en hægt væri að búa til blöndu af framlagi frá ríkinu og aðilum vinnumarkaðarins. Í mörgum samningum á almennum vinnumarkaði eru svokallaðir valreikningar, sem gætu staðið undir einhverjum hluta.    

– Þetta snýst um vilja til þess að grípa til einhverra aðgerða, segir hann og bætir við að andstaðan við að tala um þekkingar- OG framleiðslusamfélagið hafi haft þær afleiðingar að nú fá þeir sem mennta sig til faglærðs 10 prósent viðbót við fjárhæð bóta:

– Í þessu ljósi vekur það furðu að fullorðinsfræðsla og námskeið fyrir þá sem vilja bæta við sig til að ljúka stúdentsprófi ekki hafi notið frekari fjárstuðnings eins og nám í menntaskólum í kjölfar síðustu fjárlaga. Með öðrum orðum, já þér hefur skilist að það verði að grípa til aðgerða en það er ekki nóg. Það þarf að snúa risavöxnu skipi.

Skólinn er helvíti

Meðal áskorana sem takast þarf á við eru peningar og pólitískur vilji. Auk þeirra er kennslufræðin. Sú áskorun er allavega jafn vandráðin, telur Lars Olsen. Margir í hópnum sem ekki hafa lagt stund á  nám fannst skólinn vera helvíti þegar þeir voru ungir, segir hann:

–  Ef taka á tillit til þeirra verður að beita allt annars konar kennslufræði, segir hann og bendir á að fyrir hendi séu góð dæmi um þess háttar fullorðins- og símenntun. Til dæmis menntun sem er nátengd fyrirtækjunum, svo fólk geti alltaf séð hvernig nýta má námið.  

Þú átt við starfsþjálfun í fyrirtækjum?

– Já, það er áreiðanlega ein af lausnunum. Veiki punkturinn er að þá eru það þeir sem eru í starfi sem njóta árangursins. Það er nauðsynlegt að ná líka með aðstoð til atvinnuleitenda með hagnýtari kennslufræðilegum aðferðum, þar sem auðveldara er að útskýra hvernig námið getur nýst og hvers vegna þau eiga að tileinka sér það sem um ræðir. 

– Þess vegna held ég að það væri betra, ef að menntakerfið í Danmörku væri þannig að það veitti tækifæri til þess að þeir sem sækja verklegt nám á unglingsaldri geti bætt við sig námi þegar þeir eru orðnir fullorðnir, Lars Olsen.

Menntakerfið hér byggir af allt of miklu leyti á almennri vitund um, „að við vitum öll hversvegna þetta er mikilvægt, vegna þess að við ólumst öll upp á heimilum þar sem var góður aðgangur að bókum“ eins og hann segir:

– En hér verðum við að leggja til grundvallar, að þeir sem tilheyra þessum hópi hugsa oft öðruvísi og hafa annarskonar reynslu, segir Lars Olsen, en bætir við að hann sé meðvitaður um að at margir fræðsluaðilar standi sig vel við að mæta þörfum þessa hóps.  

– En það er nauðsynlegt að hugsa þetta á markvissari hátt til dæmis af hálfu  menntamálaráðuneytisins.  

Má hugsa sér að tímar Kórónuveirunnar hafi kannski á einhvern hátt valdið umskiptum?

– Þau eiga sér einmitt stað með aðgerðunum varðandi 10 prósent viðbótarstyrk á námstíma. Og ég vona að þær umbætur marki upphafið að því að mótað verði nýtt „fullorðinsnámsstyrkjakerfi“ og kennslufræði sem byggir á reynslu fullorðins fólks, segir Lars Olsen.

Greinin er skrifuð fyrir DialogWeb, veftímarit NVL er er birt hér með góðfúslegu leyfi.   

Dorthe Plechinger

Dorthe Plechinger er sjálfstætt starfandi blaðamaður og vinnur þrjá daga í viku hjá danska Fræðslusambandinu (samband leiðbeinenda, kennara, ráðgjafa og stjórnenda í fullorðinsfræðslu og á framhaldsskólastigi) við skriftir um fullorðinsfræðslu og framhaldsskóla.
Dorthe er menntuð sem blaðamaður og hefur í fjölda ára fengist við einmitt þessi svið menntunar, fullorðinsfræðslu, sí- og endurmenntun auk framhaldsskólans. Hún hefur óþrjótandi áhuga á kennslufræði og öllu sem lítur að opinberri umræðu um menntun og hverju menntun getur skilað einstaklingnum hafi hann tækifæri til þess að afla sér hennar.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi