Nám í atvinnulífinu staðfest með raunfærnimati
Nýlega lauk tilraunverkefni um mat á raunfærni á móti hæfnikröfum starfa sem var stýrt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA), í samstarfi við Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ). Verkefnið var styrkt af Fræðslusjóði. Í verkefninu var sérstaklega horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, tók þátt í verkefninu, en hún er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins. Hún veitti Dialog, veftímariti Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, viðtal um verkefnið og stöðu fullorðinsfræðslunnar á Íslandi.
Afritaðu og límdu þessa vefslóð í WordPress vefinn þinn til þess að fella inn
Afritaðu og límdu þennan kóða yfir í vefinn þinn til þess að fella inn