- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Norrænt ráðgjafarlíkan – gullinn gjafapakki

Ráðgjöf er gjafapakki, segir Henriette Seeberg ráðgjafi í fyrirtækinu Fønix í Sandefjord. En það skiptir máli hvernig ráðgjöfinni er „pakkað inn“. Það verður að gera í nánu samstarfi þess sem sækir ráðgjöfina og ráðgjafans. Vinnuverkfærin eru mikilvæg. Norrænir ráðgjafar hafa kynnt nýtt rágjafarlíkan – sem við áræðum að kalla gullinn gjafapakka. 

Einarðir norrænir ráðgjafar sátu saman í vinnuhópi í NordPlus-málstofu í  Reykjavík. Meginviðfangsefni þeirra var að þróa aðferðir við ráðgjöf og verkfæri. Niðurstaða samræðnanna varð að umsókn um verkefni þar sem þeir vildu láta reyna á nýja nálgun. Þeir vildu að sá sem sækir sér ráðgjöf væri virkur og „samskapandi“ í ferlinu. Þetta var upphafið  að NordPlus-verkefninu sem ber enska heitið Developing a Nordic model of guidance, to include vulnerable groups in co-creation.

„Samskapandi ráðgjöf“

Nú er verkefninu löngu lokið og niðurstöðurnar liggja fyrir, í formi samskapandi ráðgjafar-líkans með tilheyrandi aðferðum, kynntar í bók sem auðveldlega er hægt að kaupa í bókaverslunum á netinu. Bókina skrifaði rithöfundurinn Marianne Tolstrup lektor við UCL viðskipta- og starfsmenntaháskólann í Danmörku.

Skýrt ferli

– Bókin er til stuðnings ráðgjafanum í vinnunni við að virkja ráðþega svo þeir taki þátt í samskapandi hluta ráðgjafarinnar, segir Marianne Tolstrup.
– Við þá vinnu er nýtt líkan ferlis kynnt í bókinni – samskapandi ráðgjafarlíkan – og 24 tilheyrandi aðferðir við ráðgjöf. Aðferðirnar hafa verið reyndar og fengið jákvætt mat bæði frá ráðgjöfum og ráðþegum. Ferlið er skýrt fyrir alla aðila, og athugasemdir eru skráðar jafnt og þétt, svo allir hafi yfirsýn yfir hvað er í þróun og hvaða ákvarðanir eru teknar. Markmiðið er að vinna að breytingu á atferli eða skilningi þess sem sækir ráðgjöfina, segir Tolstrup.

– Hverjum gagnast bókin helst?
– Bókin er skrifuð fyrir alla, sem veita ráðgjöf, jafnt unglingum hjá sveitarfélaginu, í hverskonar framfylgd af náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum, í framhaldsskólum og námi á háskólastigi, auk þess í ráðgjöf hjá vinnumiðlunum og hjá öðrum aðilum sem vinna við að koma fólki í atvinnu. Þá gagnast hún einnig þeim sem sinna starfsferilsráðgjöf í tengslum við hæfniþróun.

 Rannsóknir og reynsla

Ráðgjafarlíkanið sameinar norræna þekkingu byggða á rannsóknum og praktískri reynslu.

– Hvað skilur samskapandi ráðgjöf frá hefðbundinni ráðgjöf?

– Helsti munurinn er sýnileikinn í sambandi við ráðgjafarferlið. Ég hef aldrei séð álíka aðferðir. Þegar maður virðir líkanið á borðinu fyrir sér þá dregur maður ráðþegann betur inn í ferlið og leggur grunn að því að hann geti tekið virkari þátt og meiri ábyrgð á ráðgjöfinni,segir Tolstrup.

– Í hverjum reit eru margar ráðgjafaraðferðir, sem hægt er að nýta alt eftir því hverjum er verið að ráðleggja og hvaða þarfir ráðþeginn hefur. Mér finnst vinnan með sjónrænu reitina góð, vegna þess að ráðgjöfinni fylgja oft mörg orð. Aðferðir þar sem notaðar eru myndir eru þess vegna góðar.

– Margir sem sækja sér ráðgjöf eru ruglaðir í ríminu. Þeir þurfa að taka til og koma á skipulagi segir Henriette Seeberg ráðgjafi hjá Fønix í Vestfold-Telemark.

Verkfærakista

– Í samskapandi ráðgjafar-líkaninu felst aðferðarfræði sem við höfum beitt áður, en ekki fest á pappír. Hér er ráðgjöfin sett í kerfi, þar sem sá sem þiggur ráðgjöfina er með í öllu ferlinu. Þá er einnig mikilvægt að við höfum verkfæri fyrir hvern þátt ráðgjafarinnar. Verkfærakistan veitir okkur tækifæri til þess að verða skilvirkari, segir norskur þátttakandi í verkefninu, Henriette Seeberg.

Lesið líka greinina: Bæredygtig karrierevejledning i praksis: ”Det er nødt til at være noget for alle”

Skipulag

– Hversu mikilvægt er að hafa gott ráðgjafarlíkan?

–  Reynsla, þekking og hæfni ráðgjafa er alltaf mikilvæg undirstaða. Ráðgjafarlíkanið er með og veitir form. Þegar ég tók viðtal við vinnufélaga í því skini að prófa samskapandi ráðgjafarlíkanið með þeim, komst ég að því hve mikilvægt það er að við komum ráðgjöfinni í kerfi, að það verði formgert  , segir Seeberg af sannfæringu.
– Það er ekki síst unga fólkið sem stendur frammi fyrir miklum áskorunum, og þar þurfum við svo sannarlega gott líkan, heldur hún áfram.  

Glundroði í höfðinu

– Þeir sem sækja sér ráðgjöf eru oft ruglaðir í ríminu, standa frammi fyrir hugrænum, líkamlegum og praktískum vandamálum. Þeir þurfa aðstoð til þess að komast í gang og taka til. Þeir þurfa snaga til þess að hengja hlutina á. Þá er vandlega íhugað skipulag alfa og ómega. Í samskapandi líkaninu taka þeir þátt í tiltektinni, í gegnum allt ferlið. Samábyrgð er alltaf mikilvæg, segir Seeberg.

Lífsgleði og starf

Margir þeirra sem leita til Fønix til þess að fá ráðgjöf hafa ekki verið í atvinnu, hafa misst vinnuna eða stríða við vandamál í vinnunni. Meginverkefni Fønix er að koma fólki í atvinnu. Markmiðið er: Lífsgleði í gegnum vinnu. Þar er veitt ráðgjöf til breiðs hóps af fólki, allt frá unglingum sem hafa hætt í námi upp í stjórnendur sem baksa við streitu eða deilur. Á hverju ári sækja á milli 3000-3500 einstaklingar frá Vestfold-Telemark ráðgjöf. Meirihlutinn er utan vinnumarkaðar og hafa litla menntun. Í Fønix er einnig stór deild sem vinnur að eflingu grunnleikni og undirbúning undir fagbréf. Í vor gátu 350 manns glaðst yfir að hafa hlotið fagbréf.  

Teiknaðir ferhyrningar

Í NordPlus-verkefninu, þar sem samskapandi ráðgjafarmótelið var þróað (sjá mynd) voru þátttakendur frá Danmörku, Grænlandi, Finnlandi og Noregi. Þátttakendur veittu hver öðrum innblástur og á fundi á Grænandi fór hugmyndin að taka á sig form.

 – Við unnum í vinnustofu þar sem við sátum og teiknuðum ferninga fyrir hvern þátt í ráðgjafarferlinu. Svo losnaði um og við lögðum drög að frummynd. Áfram var unnið með hana og textinn þýddur á móðurmál allra þátttakenda. Að því loknu fórum við út og prófuðum hvernig hann virkaði, segir Henriette Seeberg.

Lektor og cand. pæd. Marianne Tolstrup er höfundur bókarinnar: Samskabende vejledning. En procesmodell og -metoder. Bókina er hægt að kaupa hjá netbókasölum.

Líkanið á borðinu

Við upphaf ráðgjafarinnar liggur samskapandi líkanið á borðinu. Bæði Marianne Tolstrup og Henriette Seeberg telja þetta gagnlegt. Myndbirting leiðir oft til aukins skilnings. Í líkaninu eru 8 reitir. Það fyrsta sem gerist er að komast að samkomulagi þar sem óskir og þarfir þess sem sækir ráðgjöfina eru lykilatriði.   

Síðan er farið áfram á næsta reit, til dæmis: Lífssaga mín. Þar er valið á grunni þess sem gagnast helst í viðkomandi ráðgjafarstöðu.

Stæðið er nýung og vekur mikla hrifningu hjá ráðgjöfunum, segir Tolstrup. Hér eru skrifuð inn atriði sem koma fram á leiðinni og vinna þarf áfram með seinna í ferlinu. Verður með öðrum orðum mikilvægur minnislisti.  Tolstrup kallar það er verkfæri til auðveldunar.
Sá sem sækir ráðgjöfina skilur að það sem hann segir er tekið alvarlega. Það er bara ekki hægt að vinna úr því sem stendur, og þess vegna er því „lagt“ þangað til síðar.

Lesið einnig einblöðunginn um  «Ny nordisk definition av karriärvägledning för vuxna»

Símat

Tolstrup bendir á annað mikilvægt atriði:
– Mig langar líka að leggja áherslu á símatið sem er nýr þáttur í ráðgjöfinni. Hringurinn í miðjunni, Sameiginlegur skilningur og mat, er heimsóttur í hvert skipti sem lokið er við ákveðinn reit. Ráðgjafinn og ráðþeginn gera upp. Hvernig gengur, að hvaða niðurstöðu komumst við? Hver verða næstu skref? Í þessum reit bregðast þátttakendur sífellt við hvernig miðar í ferlinu. Héðan er stokkið áfram í reit sem hentar tiltekinni ráðgjöf best.

Gatnamótin

Öllum 8 reitunum fylgja tillögur að vinnuaðferðum. Tolstrup bendir sérstaklega á aðferðina  ”vegamótin”.
– Í vegamótum er ráðþeginn beðinn um að taka afstöðu til mögulegra valkosta, eða tvískinnungs sem varða leiðir sem hann/hún eiga að víkja af. Hvernig er staðan við enda þessarar leiðar eða hinnar leiðarinnar? Hvaða hindrun er á leiðinni? Er hægt að snúa við? Það er unnið með myndhverfingar, sem draga upp myndir sem geta leitt til þess að ráðþeginn getur íhugað tækifæri og afleiðingar.

Varið ykkur á dyrakarminum!

– Aðferðin sem gengur undir heitinu ”Varið ykkur á dyrakarminum” er ný. Þar gef ég dæmi um hvernig hægt er að vinna á sjónrænan hátt með atburðarásina sem ákveðin hefur verið, sem veitir mun fleiri möguleika á árangri. Aðferðin byggir á þekkingu á virkni heilans, segir  Tolstrup.

Bætt inn í diplómanámið

Unnið hefur verið með ráðgjöf og ráðgjafaraðferðir um árabil, ekki hvað síst í Danmörku og Noregi. Seeberg vísar til kortlagningarverkfærisins VIP 24 sem allir ráðgjafar við Fønix læra að nota. Til eru margar ólíkar leiðir í háskólanámi fyrir þá sem vilja afla sér menntunar til að verða ráðgjafar. 

– Verður þróað námskeið um samskapandi ráðgjöf fyrir ráðgjafa?
Ég mun taka aðferðina inn í diplómamenntunina hjá okkur og býð einnig upp á námskeið um notkun líkansins við annars konar ráðgjöf til dæmis í jafningjaráðgjöf. Ég held erindi á ráðstefnum og býð fram krafta mína, ef einhver óskar eftir að halda námskeið, segir Marianne Tolstrup að lokum.

Eftirfylgni verkefnisins

– Við eigum að framkvæma mat á verkefninu, en því hefur verið frestað vegna Covid. Við erum í góðu sambandi við þátttakendur og viljum halda samstarfinu áfram, segir Henriette Seeberg. Hún mælir með norrænu samstarfi. Það veitir tækifæri til víðs og mikilvægs snertiflatar. Þar fyrir utan þá eykst hæfni til þátttöku við hvert verkefni.

Greinin var skrifuð fyrir DialogWeb, veftímarit Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL en er birt í Gátt  á íslensku með góðfúslegu leyfi.

Torhild Slåtto

Torhild Slåtto er sjálfstæður greinahöfundur og skrifar í norska og norræna fjölmiðla. Torhild var framkvæmdastjóri samtaka um sveigjanlegt nám í Noregi og hefur því umtalsverða reynslu af sveigjanlegu námi fyrir fullorðna. Hún hefur átt þátt í mörgum NordPlus verkefnum og var fulltrúi Norðmanna í Distansneti NVL 2005 – 2018. Torhild starfaði áður sem blaðamaður á dagblöðum og hefur skrifað ótal greinar í tímarit, bækur og annars konar útgáfur. Hún hefur fjölbreytt nám að baki í blaðamennsku, meistarapróf í félagsfræði og hefur auk þess sótt fjölda námskeiða, svo sem verkefnastjórnun, fjarkennslu og skapandi skrifum.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi