- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Gagnlegt að læra og þróa raunfærnimat saman

Á tímamótum er við hæfi að staldra við og íhuga liðna tíð. Á 20 ára afmælisári Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA, lítum við yfir farinn veg og metum hvað hefur borið árangur, hvaða reynslu höfum við aflað? Hafa verkefnin, samstarfsnetin eða vinnuhóparnir sem við höfum tekið þátt í verið til gagns við þróun framhaldsfræðslu á Íslandi?

Starfsfólk FA hefur í áranna rás lagt sitt af mörkum í bæði norrænum og evrópskum verkefnum. Við náðum tali af tveimur, þeim Fjólu Maríu Lárusdóttur og Hauki Harðarsyni. Þau hafa tekið virkan þátt í norrænu samstarfi og orðið reynslunni ríkari, reynslu sem hefur nýst í verkefnum FA. Við fengum þau til að miðla henni með okkur.                                            

Raunfærnimat – svið sem er í þróun á Norðurlöndunum öllum

– Ef við lítum til baka er greinilegt að starfsfólk FA hefur haft gríðarlegt gagn af því að taka þátt í starfi Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna, NVL. Þótt nafn NVL hafi ekki alltaf borið á góma í umræðum um þróun fullorðinsfræðslu á Íslandi þá er af mörgu að taka. Getum nefnt sem lítið dæmi aukinn skilning og þekkingu á mati á raunfærni, hæfni í atvinnulífinu og ráðgjöf. Allt grunnstoðir undir nám í atvinnulífinu, segir Fjóla María Lárusdóttir, sérfræðingur við FA.   

Langlíft og stöðugt net

Samstarfsnetið um raunfærnimat hefur verið virkt síðan NVL var komið á laggirnar eða frá 2005. Fjóla María hefur verið fulltrúi í netinu síðan þá og Haukur Harðarson bættist síðar í hópinn. Þau hafa bæði lagt gjörva hönd á þróun ferlis um raunfærnimat á Íslandi. Í netinu er kjarni fulltrúa frá fjölbreyttum aðilum, sérfræðingar yfirvalda, samtaka og háskóla. Netið hefur verið virkt frá upphafi og lagt af mörkum við þróun, verið stöðugt og skilvirkt.

Fjóla María Lárusdóttir

Veitti glimrandi start við þróunina hér heima

– Þátttaka í netinu hefur verið okkur gríðarlega mikilvæg. Þegar ég kom inn í netið var mat á raunfærni glænýtt fagsvið á Íslandi. Hin Norðurlöndin höfðu forskot, voru komin nokkrum skrefum lengra í þróuninni. Við lærðum margt af ferlum og kerfum hinna þjóðanna. Hvað gekk vel og hvað virkaði ekki. Við gátum líka rætt um þær áskoranir sem blöstu við okkur hér heima og mögulegar lausnir sem gagnaðist mjög vel í okkar vinnu hér, segir Fjóla María.  

Raunfærnimat mikilvægur þáttur í færniþróun

– Mikilvægt hlutverk raunfærnimats felst í færniþróun í atvinnulífinu og sem um leið hefur áhrif á samkeppnishæfni þjóða. Raunfærnimatsnetið hefur lagt sitt af mörkum við færniþróun í atvinnulífinu með því að bera kennsl á hæfni og gera hana sýnilega. Þátttakendur hafa áhrif á stefnumótun í löndunum, eru fulltrúar úr atvinnulífinu, fulltrúar yfirvalda menntamála, alþýðufræðslu og rannsókna, segir Haukur. Sameiginlega höfum við lagt grunn að gæðaþróun stað- og svæðisbundinna kerfa fyrir raunfærnimat, ekki hvað síst hér á Íslandi og í Færeyjum.

Gæði skipta öllu  

Raunfærnimatsnetið hefur ætið beint sjónum að gæðum í öllu er lýtur að raunfærnimati. Fulltrúar í netinu mynduðu stýrihóp fyrir Nordplus verkefni sem snerist um að kortleggja starf þjóðanna á sviði raunfærnimats og þróuðu í framhaldi þegar árið 2013 líkan fyrir gæði í raunfærnimati.

– Eitt af því allra mikilvægasta í vinnunni með raunfærnimat er að tryggja gæðin. Það er grunnurinn fyrir – Eitt af því allra mikilvægasta í vinnu með raunfærnimat er að tryggja gæði. Það er grunnurinn fyrir því að traust ríki um matið. Nú síðast 2021 fór Norræni gæðavitinn í loftið í samstarfi við EPALE. Gæðavitinn er verkfærakista fyrir þá sem móta stefnu, þróa ferla og aðra sem koma að mati á raunfærni á einn eða annan hátt. Gæðavitinn hefur verið þýddur úr ensku á skandinavísku tungumálin auk finnsku og íslensku, segir Fjóla María.   

Nýsköpun og ný svið

– Í byrjun vorum við uppteknari af aðferðum, kostnaði og þess háttar. En nú eru viðfangsefnin önnur. Bæði ný svið og nýsköpun. Fyrir mig hefur þátttaka í netinu verið afar mikilvæg. Að geta átt þátt í þeim opnu samræðum sem einkenna netið. Nú erum við á Íslandi engir eftirbátar hvað varðar þróun raunfærnimats. Nú vinnum við í sameiningu að áframhaldandi þróun kerfanna, segir Haukur Harðarson.

– Mín skoðun er sú að netið hafi náð miklum árangri vegna þess að allir í netinu eru á sama stað, við höfum líkar skoðanir. Erum einstaklingar sem vilja læra, vera nýskapandi til þess að ná lengra. Við erum – Mín skoðun er sú að netið hafi náð miklum árangri vegna þess að allir þátttakendur í netinu eru á sambærilegum stað, við höfum líkar skoðanir. Erum einstaklingar sem viljum læra, vera nýskapandi til þess að ná lengra. Við erum fulltrúar ólíkra aðila, höfum ólík sjónarhorn sem eru öll virt og talin gagnleg. Allir leggja saman, koma fram með nýjar hugmyndir og taka þátt í umræðum sem nýtast þróun í löndunum, segir Fjóla María Lárusdóttir. Hún heldur áfram: Að miðla, lýsa vinnunni sinni fyrir öðrum neyðir fólk til þess að íhuga starfið kerfisbundið og á gagnrýnin hátt.

Haukur Harðarson

Sjálfstýri og „skylduverkefni”

Annað sem hefur einkennt starf netsins er að við höfum oftast valið verkefnin sjálf og í hvaða átt við viljum stefna. Það hefur leitt til þess að netið hefur afkastað miklu. Borið ábyrgð á mörgum skýrslum, verkfærum og viðburðum. En við verðum jafnframt að viðurkenna að sum verkefnin sem okkur hefur verið gert skylt að vinna eins og til dæmis það að tengja starf netsins við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur reynst gagnlegt. Við lausn þess verkefnis fengum við aðstoð til þess að hugsa rækilega út fyrir boxið. Sem líka hefur haft áhrif á  þróun vinnurnar hér heima, segir Haukur Harðarson. 

Spennandi alþjóðlegur viðburður í maí

– – Við í netinu höfum tekið þátt í evrópsku samstarfi og þar nýtur rödd okkar virðingar. Við erum hluti af Evrópu. Við Norðurlandabúar getum lært mikið af reynslu annarra Evrópubúa. Við höfum um árabil átt í nánu samstarfi um ólík verkefni. Hér verðum við að nefna að NVL, CEDEFOP, EPALE og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins standa í sameiningu að IV alþjóðlega raunfærnimatstvíæringnum í Reykjavík dagana 19. – 20. maí 2022.  

Frábært tækifæri til þess að fylgjast með

– Á ráðstefnunni fá þátttakendur tækifæri til þess að hlýða á leiðandi alþjóðlega sérfræðinga ræða þróun raunfærnimats. Í fjölda vinnustofa verða einnig kynnt árangursrík verkefni og tækifæri til umræðna í kjölfarið. Á Tvíæringnum gefst tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun raunfærnimats og víkka eigin tengslanet. Við hlökkum mikið til og erum sannfærð um að þátttakan þar muni hafa áhrif á þróun raunfærnimats á Íslandi, staðhæfa bæði Fjóla María Lárusdóttir og Haukur Harðarson, sérfræðingar hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og meðlimir í neti NVL um raunfærnimat.

Sigrún Kristín Magnúsdóttir

Sigrún Kristín Magnúsdóttir er sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Hún er ritstjóri Gáttar og vinnur verkefni í Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Hún hefur sinnt ýmsum störfum við menntun og fræðslu fullorðinna í nær þrjá áratugi.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi