Stytting háskólanáms með raunfærnimati

Í þessari grein er fjallað um tilraunaverkefni sem fram fór við Háskólann á Akureyri þegar einstaklingur með 36 ára starfsreynslu sem blaðamaður, var metinn til raunfærni við Fjölmiðlafræðibraut háskólans. Um starfendarannsókn var að ræða þar sem höfundur skoðaði sjálfa sig, á sama tíma, í raunfærnimatsferlinu sem ráðgjafi og verkefnastjóri.
Rannsóknarspurningin er eftirfarandi: Hversu raunhæft er að meta hæfni sem áunnist hefur á vinnumarkaði, til ECTS háskólaeininga, með það í huga að stytta nám til háskólagráðu á grunnstigi?