Starfsferilsráðgjöf í Noregi aðstoðar atvinnuleitendur að bera kennsl á og orða almenna starfshæfni sína með því að nota gervigreind tækni og notendavænt viðmót. Meira að segja þeir sem hafa litla reynslu af atvinnulífinu geta fengið aðstoð.
Á tímum breyttrar tækni og breyttum vinnumarkaði hefur stofnun háskólamenntunar og færni í Noregi (Direktoratet for høgre utdanning og kompetanse) kynnt nýjan hugbúnað sem auðveldar atvinnuleitendum að greina og orða bæði sértæka og almenna hæfni sína. Hugbúnaðurinn, sem gengur undir nafninu „Beskriv vad du kan“, er hluti af stafrænu starfsferilsráðgjöfinni á Karriereveiledning.no og byggir á gervigreindartækni Chat GPT.
Með því að sameina gervigreindartækni og notendavænt viðmót vonast stofnunin til að geta aðstoðað atvinnuleitendur við að koma orðum að færni sinni – óháð fyrri starfsreynslu.
Mörgum kann að reynast erfitt að lýsa færni sinni. Hugbúnaðurinn var þróaður til að koma til móts við þörf atvinnuleitenda fyrir að lýsa í orðum þeirri hæfni sem þeir búa yfir og einnig til að þeir geti ígrundað færni sína tengdu starfi sem þeir vilja gegna. Það er ekki alltaf þannig að starfsheiti eða titill náms sýni fram á hvers einstaklingur er megnugur. Með hjálp Chat GPT má fá tillögur um hvernig hægt er að lýsa færni sinni. Síða fylgja ábendingar, sem nota má í ferilskrá, umsókn eða viðtali, segir Tomas Iversen, sem er starfsferilsráðgjafi hjá Karriereveiledning.no.

Tomas Iversen útskýrir að stofnunin vinni að sífelldri þróun hugbúnaðarins: „Lýstu færni þinni“ til þess að halda honum uppfærðum og aðlöguðum að síbreytilegum þörfum og óskum, það sama gildi um aðra þætti Karriereveiledning.no
Einfaldur í notkun
Hugbúnaðurinn „Lýstu færni þinni“ er einfaldur í notkun. Atvinnuleitendur slá inn nokkrum lykilorðum er varða fyrri störf eða menntun og velja síðan hvort þeir hafi áhuga á svörum sem endurspegla almenna eða sértæka hæfni í starfi. Gervigreindin dregur fram lista með tillögum um orð sem lýsa færni viðkomandi.
Þegar við prófum hugbúnaðinn með því að slá inn lykilorðunum: upplýsingatæknir fengum við tíu dæmi um almenna starfshæfni sem einstaklingur með það starfsheiti býr yfir. Dæmi um tvö þeirra eru:
- Samskipti – Hæfni til að koma upplýsingum á framfæri á skýran og nákvæman hátt, bæði munnlega og skriflega.
- Hópvinna – Reynsla af því að taka virkan þátt í teymi, meðal annars samvinnu, samskiptum og viðbrögðum við ósamkomulagi.
Meira að segja þeir sem hafa enga eða litla starfsreynslu geta fengið dæmi um hæfni með því að beita hugbúnaðinum. Þessu til skýringar sló Tomas Iversen orðinu heimilisfaðir inn í leitargluggann. Þá birtast á skjánum tillögur að færni. Samkvæmt hugbúnaðinum er „heimilisfaðir“ líklega góður í skipulagningu og áætlanagerð, auk þess að leysa vandamál undir tímapressu.
Nafnlaust og tímasparandi
Stór kostur „Lýstu færni þinni“ hugbúnaðarins er að notandinn getur verið algjörlega nafnlaus. Ekki er gerð krafa um innskráningu og persónulegar upplýsingar eru hvorki skráðar né vistaðar, sem gerir notendum kleift að nota hugbúnaðinn á öruggan hátt, í rólegheitum og eins oft og þeir vilja. Ef notandinn vill fá meiri stuðning getur hann farið með niðurstöðuna til málastjóra. Að öðrum kosti geta þeir, stafrænt, á dagtíma, og sent spurningar til ráðgjafa á Karriereveiledning.no í gegnum spjall, síma eða tölvupóst.
Reynslan sýnir að hugbúnaðurinn ásamt annarskonar rafrænni starfsferilsráðgjöf léttir starfsfólkinu störfin. Marga þætti ráðgjafarinnar getur atvinnuleitandinn nú framkvæmt eða allavega undirbúið undir ráðgjöf, eða á meðan á henni stendur/eða að henni lokinni.
-Við tökum eftir því að margt af þessu átti sér stað í ráðgjöfinni áður fyrr. Hugbúnaðurinn byggir á því sem við gerðum áður, hvernig við mótuðum ráðgjöfina, spurðum spurninga og veittum útskýringar, segir Tomas Iversen.

Skráið inn menntun og starfsreynslu
Límið inn texta úr starfsferilsskrá eða skrifið stikkorð
Veljið tegund lýsingar
Almenn
Þróun til framtíðar
Starfsfólk stofnunarinnar vinnur sífellt að þróun hugbúnaðarins „Lýstu færni þinni“ til þess að hann sé í takt við tímann og aðlagaður að síbreytilegum þörfum og óskum, á sama hátt og staðið er að öðrum þáttum Karriereveiledning.no.
-Við erum stöðugt að vinna að því að þróa efnið á vefsíðunni okkar út frá þörfum notenda. Við höldum áfram að vinna að verkfærunum út frá þeim spjallskrám sem við fáum. Þar getum við séð þá leiðsögn sem veitt hefur verið, í hvaða aðstæðum atvinnuleitandinn er og hvaða þarfir og áskorunum hann stendur frammi fyrir við mismunandi aðstæður. Við getum líka séð hvernig ráðgjöf við höfum veitt og hvað hefur verið gagnlegt. Síðan notum við þá innsýn til að þróa öll viðeigandi sjálfshjálpartæki, segir Tomas Iversen.
Þar sem „Lýstu færni þinni“ byggir á gervigreind, sem alkunna er að sveigir stundum sannleikann, er nauðsynlegt að kanna hvort svörin séu áreiðanleg og að breytingar á reikniriti gervigreindarinnar hafi ekki haft áhrif á lokaniðurstöðuna. Þar sem starfsfólk stofnunarinnar getur ekki haft áhrif á breytingar á Chat GPT í framtíðinni, er það líka stöðugt að meta hvort gervigreindartækni Chat GPT sé sú sem hentar best. Í framtíðinni vonast það jafnframt til að einfalda notendaupplifunina enn frekar og íhuga í því skyni aðrar gagnageymslulausnir.
Upprunalega útgáfan af þessari grein var birt hjá Norræna tengslanetinu fyrir símenntun (NLL) og fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Greinina má finna hér.