Allt frá útgáfu fyrstu Gáttar hefur verið fjallað um merkingu íðorða á sviði fullorðinsfræðslu. Um er að ræða skilgreiningu á hugtökum, sem notuð eru í umræðu um fræðslumál fullorðinna. Markmiðið er að koma af stað umræðum og ná samkomulagi um heppilega og samræmda notkun þeirra íðorða sem notuð eru um hugtökin. Ritstjórn Gáttar er sér meðvituð um að allri hugtakaumfjöllun þarf að fylgja eftir með því að fá áhugasama einstaklinga til að tjá sig um skilgreiningarnar og gera í kjölfarið úrbætur. Því bjóðum við öllum þeim sem áhuga hafa á að senda okkur athugasemdir við skilgreiningarnar á gatt@frae.is.
Yfirfæranleg færni/hæfni er sú færni sem tengist venjulega ekki tilteknu starfi, verkefni eða fræðilegri þekkingu heldur færni sem hægt er að nota í fjölmörgum aðstæðum og vinnustöðum, s.s. persónuleg og sérhæfð færni. Þar á meðal er t.d. gagnrýnin hugsun, samstarfshæfni, samskiptahæfni, skipulagshæfni og lausnaleit.
Grunnleikni fullorðinna, þ.e. læsi, tölulæsi og notkun upplýsingatækni við úrlausn daglegra verkefna
Greinar sem falla undir lífsleikni eru kjölfesta þekkingar á lýðræði og mannréttindum og viðhorfa til sömu þátta
Getan til að beita lærdómi á viðunandi hátt í ákveðnu samhengi (menntun, starfi, einstaklingsþroska eða fagþróun)
Sú heildarleikni (grunnleikni og ný grunnleikni) sem nauðsynleg er til að lifa í nútíma þekkingarsamfélagi.
Opin námskeið þar sem námsumhverfið er á Netinu og mikill fjöldi fólks getur tekið þátt.
Með vendikennslu/speglaðri kennslu er átt við kennslu þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Í kennslustofunni geta nemendur og kennarar rætt ítarlega um efnið
Sú aðgreining sem er milli þess fólks sem getur nálgast og notað upplýsinga- og samskiptatækni á árangursríkan hátt og þess sem getur það ekki.
Samfélag sem eflir námsmenningu með því að þróa á hverjum stað skilvirkt samstarf milli allra geira samfélagsins og styrkir jafnframt og örvar einstaklinga og samtök til náms.
Nám þar sem stuðst er við upplýsinga- og samskiptatækni. Tölvustutt nám takmarkast ekki við „tölvulæsi“ (að afla sér leikni í upplýsinga- og samskiptatækni). Það getur verið með margs konar móti og blönduðum aðferðum beitt: notaður hugbúnaður, netið, geisladiskar, beinlínutengt nám eða hvers konar aðrir rafrænir eða gagnvirkir miðlar. Tölvustutt nám er hægt að nota bæði í fjarnámi en einnig sem þátt í staðarnámi.
Hópur aðila sem kjósa að deila þekkingu um þátt, eða þætti, tengda sameiginlegu verksviði eða áhugamáli.
Opið menntaefni er efni með frjálsum og opnum höfundarleyfum sem hægt er að nota í kennslu, nám, rannsóknir og fleira.