- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Hvað er Gátt?

Gátt er vefrit sem ætlað er að vera vettvangur fyrir efni um fræðslumál fullorðinna með sérstakri áherslu á hverskonar framhaldsfræðslu og menntun á vinnumarkaði. Í ritinu eru bæði fræðilegar greinar og almennar þar sem fram fer kynning á rannsóknum og lausnum í fullorðinsfræðslu og símenntun, jafnt hagnýtum sem fræðilegum. Í ritinu eru greinar, viðtöl og frásagnir af nýjungum, farsælum verkefnum, framtíðarhugmyndum og breytingum á sviði framhaldsfræðslu og menntunar á vinnumarkaði ásamt reynslusögum af verkefnum á Íslandi, bæði úr fyrirtækjum og fræðslustofnunum.

Gátt var fyrst gefin út árið 2004 sem ársrit og kom út í tengslum við ársfund Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins í nóvember ár hvert. Árið 2017 var ritið fært á vefinn, fyrst á vef FA en á haustmánuðum 2019 á sérstakan vef fyrir Gátt.

Allir árgangar eru aðgengilegir á þessum vef.  Einstaka greinar frá árinu 2017 til dagsins í dag og eldri árgangar á pdf formi hér.

Lesendahópur

Lesendur eru breiður hópur þeirra sem koma að fullorðinsfræðslumálum á Íslandi, stjórnendur, leiðbeinendur, námsráðgjafar, kostendur fræðslu, kaupendur fræðslu, nemendur og þátttakendur. Textinn þarf að höfða til þessa breiða hóps, vera skýr og aðgengilegur og hafa augljósa tilvísun í eða tengsl við það hagnýta hlutverk sem Fræðslumiðstöðin gegnir.

Fræðigreinar og annað efni

Áskilið er að þær fræðigreinar sem birtar verða hafi ekki birst í öðru íslensku riti. Almennt er miðað við að frásagnir og viðtöl sem birtist í ritinu sé á bilinu 1000 – 1500 orð að lengd. Ætlast er til að höfundar breyti efni og lagfæri það í samræmi við ábendingar ritnefndar. Verulegar lagfæringar í próförk eru bornar undir höfund.

Efnisval

Ritnefnd ákveður sjónarhorn og áherslur hvers ársrits, hefur samband við höfunda efnis og tekur afstöðu til þess hvort grein verður birt í ritinu. Höfundar geta jafnframt komið greinum á framfæri og sent tillögur á gatt@frae.is 

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi