- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Árið 2017 er 15. starfsár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og sjöunda ár starfseminnar þar sem byggt er á lögum um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Starfsemin hefur verið með nokkuð reglubundnum hætti á árinu. Unnið hefur verið að styrkingu innra starfs FA með ýmsum hætti, meðal annars með markvissri stefnumótunarvinnu. Núverandi þjónustusamningur við mennta- og menningarmálaráðuneytið tók gildi í ársbyrjun 2016 og gildir út árið 2021. Samningurinn byggir á lögum um framhaldsfræðslu sem ætlað er að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu. FA sinnir markhópnum ekki með beinum hætti, heldur í gegnum samstarfsaðila sína, sem eru fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar innan KVASIS, IÐAN fræðslusetur, Fræðsluskrifstofa rafiðnarins og Starfsmennt fyrir opinbera vinnumarkaðinn. Alls eru þetta 14 fræðsluaðilar, sem jafnframt eru samstarfsaðilar Fræðslusjóðs. Starfsáætlun er gerð fyrir hvert ár sem nálgast má á heimasíðu FA, www.frae.is og byggir hún á þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og er lögð fyrir það til samþykktar. Í lok árs er gerð ársskýrsla, sem skilað er til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. FA vistar einnig tengilið Norræna netsins um nám fullorðinna, sem kostað er af Norrænu ráðherranefndinni og í janúar 2017 var FA falið nýtt verkefni, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem styrkt er af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkefnum FA á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 2017. Vísað er til ársskýrslu FA 2016 á vef FA (www.frae.is) varðandi ítarlega umfjöllun um starfsárið 2016 en hér á eftir má finna stutta tölfræðilega samantekt um árið 2016 auk umfjöllunar um starfið það sem af er árinu 2017.

Fræðslusjóður

Fræðslusjóður starfar samkvæmt lögum nr. 27/2010. Mennta- og menningarmálaráðherra skipar sjóðnum stjórn, en með þjónustusamningi er FA falið að þjónusta stjórn sjóðsins og hafa umsjón með honum. Í því felst meðal annars að taka á móti umsóknum í sjóðinn, gera samninga við fræðsluaðila fyrir hönd stjórnar Fræðslusjóðs, safna upplýsingum um framgang verkefna og tölfræðilegum upplýsingum um árangur í starfinu og miðla þeim til stjórnarinnar.

Auglýst er eftir umsóknum í mars og úthlutun fer fram í maí ár hvert. Umsóknir ársins 2017 til vottaðra námsleiða námu alls tæpum 623 m.kr., til náms- og starfsráðgjafar rúmlega 183 m.kr. og til raunfærnimats tæpum 221 m.kr. Samtals tæplega 1.027 m.kr. Sjóðurinn úthlutaði til eftirfarandi úrræða:

  • Vottaðar námsleiðir 507.980.000 kr.
  • Náms- og starfsráðgjöf, með ferðakostnaði 138.904.000 kr.
  • Raunfærnimat 159.034.020 kr. Samtals úthlutað 805.918.020 kr.

Úthlutanir til nýsköpunar- og þróunarverkefna fóru fram á vormánuðum. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af Fræðslusjóði fer yfir umsóknir og gerir tillögur til sjóðsins um úthlutanir. Sótt var um styrki til 28 verkefna, samtals að upphæð 74.819.750 kr. Úthlutað var til 15 verkefna, samtals 36.120.000 kr.

Vottaðar námsleiðir

Á árinu 2016 voru vottaðar námsleiðir kenndar hjá 13 samstarfsaðilum Fræðslusjóðs og voru þátttakendur í vottuðum námsleiðum 2.310 talsins á 158 námsleiðum sem kenndar voru eftir 55 ólíkum vottuðum námskrám.

Um 67% þátttakenda sóttu námið á landsbyggðinni en 33% á höfuðborgarsvæðinu. Þátttendum fækkaði um 398 milli ára og kenndum námsleiðum um 57.

Skipting þátttakenda á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins er ekki í samræmi við fjöldatölur um markhópa á svæðunum, en hlutfall þátttakenda á höfuðborgarsvæðinu er mun lægra en fjöldatölur gefa tilefni til. Þetta hlutfall hefur lítið breyst undanfarin ár. Sjá töflu 2.

Eins og kemur fram á mynd 1 hefur skipting eftir kyni meðal þátttakenda í vottuðum námsleiðum breyst lítið milli ára en konur eru í miklum meirihluta árið 2016, líkt og undanfarin ár.

Árið 2016 voru 70% þátttakenda skráðir í félög innan ASÍ, sem er heldur hærra hlutfall en árið 2015 þegar það var 59%. Þátttakendur sem skráðir voru í félög innan BSRB voru 10% þátttakenda árið 2016 og 20% þátttakenda komu úr öðrum félagasamtökum, voru ófélagsbundnir eða þekktu ekki félagsaðild sína.

Þátttakendur úr hópi félagsmanna ASÍ voru heldur fleiri árið 2016 en undanfarin ár en eins og sjá má á eftirfarandi mynd, eru hlutfallslega fleiri með félagsaðild í félögum innan BSRB.

Atvinnuleitendur í vottuðum námsleiðum árið 2016

Fjöldi atvinnuleitenda í vottuðum námsleiðum Fræðslusjóðs árið 2016 voru 80, þar af 57 konur eða 72% og 23 karlar, eða 28%. Atvinnuleitendur eru 3% allra nemenda í vottuðum námsleiðum. Rúmlega helmingi færri einstaklingar en árið 2015 þegar 7% allra þeirra sem sóttu vottaðar námsleiðir voru í atvinnuleit.

Þegar skipting atvinnuleitenda eftir námsleiðum er skoðuð, má sjá að flestir atvinnuleitendur stunduðu nám í Skrifstofuskólanum (22) en næstflestir í Sterkari starfsmanni (14). Hæst hlutföll atvinnuleitenda voru í Þjónustuliðanámi (38%) og Að lesa og skrifa á íslensku (24%). Í töflu 4 má sjá skiptingu atvinnuleitenda í vottuðum námsleiðum.

Náms- og starfsráðgjöf

Heildarframkvæmd ársins 2016 í náms- og starfsráðgjöf var rúmlega 134,1 m.kr. Símenntunarmiðstöðvarnar framkvæmdu fyrir rúmlega 90,2 m.kr. og fræðslumiðstöðvar iðngreina fyrir rúmlega 43,9 m.kr. Alls voru tekin 9.043 ráðgjafaviðtöl hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum á árinu 2016 sem greidd voru af Fræðslusjóði. Meðalverð fyrir hvert ráðgjafaviðtal var 14.836 kr. Meðalverð ráðgjafaviðtala hjá fræðslumiðstöðvum iðn greina var 14.059 kr. og 15.248 kr. hjá símenntunarmiðstöðvum.

Samanburður eftir árum

Eins og sjá má á mynd 3 voru 9.043 ráðgjafaviðtöl hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum sem tekin voru á árinu 2016 og greidd af Fræðslusjóði 724 viðtölum fleiri en árið 2015, sem er aukning um 8,7%. Milli áranna 2014 og 2015 hafði þeim fækkað um 12%. Ráðgjafaviðtölum fjölgar hjá sjö miðstöðvum en fækkar hjá sjö. Langmesta fjölgun ráðgjafaviðtala er hjá Framvegis miðstöð símenntunar en hún fékk fyrst framlag frá Fræðslusjóði árið 2015.

Upplýsingar um ráðþega í náms- og starfsráðgjöf

Heildarfjöldi ráðgjafaviðtala árið 2016 hjá náms- og starfsráðgjöfum símenntunarmiðstöðvanna og fræðslumiðstöðva iðngreina var 9.043 viðtöl, þar af 5.916 viðtöl hjá símenntunarmiðstöðvunum og 3.127 hjá fræðslumiðstöðvum iðngreina.

Af viðtölum ársins flokkast 55,1% sem hefðbundin viðtöl, 15,2% voru í hópráðgjöf, 20,2% fólust í rafrænni ráðgjöf eða símaráðgjöf, 6,3% flokkast undir færnimöppugerð í raunfærnimati og 3,2% voru hvatningarviðtöl.

Smávægileg breyting hefur orðið á skiptingu eftir kyni í ráðgjöfinni gegnum árin. Árið 2007 voru 39% viðtala tekin við karla en síðan hefur hlutfallið hækkað jafnt og þétt, nokkuð hratt til ársins 2011 og hægar frá árinu 2012. Á síðustu fimm árum hefur viðtölum við karla fjölgað úr 54% í 58% og viðtölum við konur fækkað úr 46% í 42%.

Skipting eftir aldri ráðþega helst nokkuð svipuð milli ára. Flestir ráðþegar eru á aldrinum 26–40 ára árið 2016 líkt og undanfarin ár. Lítillega hefur fjölgað í yngsta hópi ráðþega.

Árið 2016 féllu 90% þeirra sem fengu náms- og starfsráðgjöf undir markhóp framhaldsfræðslulaganna, en samkvæmt skilmálum Fræðslusjóðs má það hlutfall ekki fara undir 80% af heildarfjölda ráðþega. Hlutfall markhópsins af öllum þeim sem fá náms- og starfsráðgjöf hefur hækkað á undanförnum árum.

Árið 2016 voru 13% þeirra sem sótti þjónustu ráðgjafa hjá símenntunarmiðstöðvum í atvinnuleit og hefur hlutfallið farið minnkandi eftir að hafa náð hámarki árið 2009 (47%).

Raunfærnimat

Rúmlega 178,5 m.kr. var úthlutað til raunfærnimatsverkefna árið 2016, þar af var 25 m.kr. skilað og rúmlega 3,6 m.kr. var endurúthlutað á árinu. Auk þess voru fluttar rúmar 28 m.kr. frá árinu 2015 vegna óunninna verkefna. Alls til framkvæmdar voru því rúmlega 185,2 m.kr.

Á árinu var framkvæmt fyrir tæpar 130 m.kr. Rúmlega 16,6 m.kr. var skilað í árslok vegna verkefna sem ekki kláruðust og rúmlega 38,6 m.kr. voru fluttar til ársins 2017 vegna ókláraðra verkefna.

Af heildarframkvæmd ársins 2016 eru rúmar 65,7 m.kr. vegna raunfærnimats utan iðngreina, tæpar 60,3 m.kr. vegna raunfærnimats í iðngreinum og rúmar 1,3 m.kr. vegna sam starfs. Þá var framkvæmt raunfærnimat án eininga, það er á móti viðmiðum atvinnulífsins, fyrir rúmar 2,6 m.kr.

Einstaklingum sem luku raunfærnimati í iðngreinum fjölgaði nokkuð frá árinu á undan eða úr 192 árið 2015 í 232 árið 2016. Einnig hækkaði meðalverð á einingu úr 4.504 kr. árið 2015 í 5.232 kr. árið 2016. Meðalfjöldi eininga á hvern einstakling er þó nokkuð svipaður á milli ára eða um 50 einingar.

Einstaklingum sem luku raunfærnimati á móti námskrám fjölgaði einnig milli árana 2015 og 2016 eða úr 226 í 252. Ekkert raunfærnimat var framkvæmt í almennum greinum árið 2016 en 32 einstaklingar luku raunfærnimati á móti viðmiðum atvinnulífsins og er það fjölgun um 22 einstaklinga frá árinu 2015.

Raunfærnimta í umsjón fræðslumiðstöðva iðngreina

Af þeim 232 einstaklingum sem fóru í raunfærnimat í löggildum iðngreinum árið 2016 fóru 197 einstaklingar í raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri og 35 hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins.

Fjöldi staðinna eininga hjá IÐUNNI fræðslusetri eru 11.274 eða 57,2 einingar á hvern einstakling. Meðalverð á staðna einingu eru 4.946 kr. án ráðgjafar en til samanburðar var þessi tala 4.504 kr. árið 2015 og 8.531 kr. árið 2014.

Ástæða þessa munar eru reglur um hámarksgreiðslu á hvern þátttakanda sem tóku gildi í byrjun árs 2015. Meðalgreiðsla á einstakling hjá IÐUNNI fræðslusetri árið 2016 eru kr. 238.075. Hlutfall kvenna sem fóru í raunfærnimat hjá IÐUNNI var aðeins 13%.

Hjá Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins fóru 35 einstaklingar í raunfærnimat í löggildum iðngreinum, allt karlar. Meðalfjöldi staðinna eininga árið 2016 var 6,8 og kostnaður á einingu 14.508 kr. eða 99.480 kr. á hvern einstakling. Nánar má skoða þetta í töflu 9.

Raunfærnimat í umsjón símenntunarmiðstöðva

Á árinu luku samtals 284 einstaklingar raunfærnimati utan iðngreina (a meðtöldum greinum sem ekki eru metnar til eininga) á móti 258 einstaklingum árið 2015. Hvað varðar raunfærnimatið sjálft er annars vegar metið til eininga á móti námskrám á framhaldsskólastigi (s.s. félagsliðabraut, stuðningsfulltrúabrú) og hins vegar metið á móti viðmiðum
atvinnulífsins (s.s. almenn starfshæfni, grunnleikni) og þar af leiðir eru engar einingar til mats heldur færniviðmið í tiltekinni grein.

Heildarfjöldi staðinna eininga í raunfærnimati utan iðngreina á árinu 2016 var 9.631 eining. 252 einstaklingar þreyttu mat á móti námskrám og var meðaltal staðinna eininga á mann rúmlega 38 einingar. Meðalverð á einingu er 4.633 kr. án ráðgjafar en almenn starfshæfni og viðburðalýsing eru ekki metnar til eininga og því ekki hafðar til grundvallar við útreikning á einingaverði.

Öflun upplýsinga um markhóp og menntunarþarfir hans

Reglulega er aflað upplýsinga um markhópinn í gegnum hagsmunaaðila og tengslanet FA. FA tekur meðal annars þátt í innlendu og erlendu samstarfi við aðila atvinnulífsins að eflingu framhaldsfræðslunnar og öflun upplýsinga um markhópinn og menntunarþarfir hans, með því að vinna með og túlka gögn frá innlendum og erlendum aðilum.

FA hefur tekið þátt í að kortleggja störf innan ákveðinna starfsgreina, í þeim tilgangi að hvetja til hæfnigreininga, og er það liður í að afla upplýsinga í samstarfi við atvinnulífið. Gerðar hafa verið tvær hæfnigreiningar, annars vegar fyrir Starfsgreinaráð verslunar- og skrifstofugreina og hins vegar fyrir Eflingu stéttarfélag. Jafnframt hefur Mímir framkvæm hæfnigreiningu fyrir Starfsafl. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hæfnigreininga fyri Hæfnisetur ferðaþjónustunnar (sjá neðar). Áfram er stefnt að fjölgun hæfnigreininga og uppbyggingu hæfnigrunns FA. Samstarfsaðilar innan Kvasis hafa verið heimsóttir á árinu og þar hefur meðal annars verið lög áhersla á að fara yfir og ræða hæfnigreiningar og námskrár.

Nýir starfaprófílar sem verða til við greiningar hafa verið færðir inn í hæfnigrunn FA. Fylgt hefur verið eftir ritun og notkun námskráa með það í huga að meta hvernig niðurstöður hæfnigreininga nýtast við námshönnun og námskrárritun.

Fræðsluhönnunarferli FA (greining, hönnun, innleiðing og mat) vegna starfstengds náms hefur verið í endurskoðun og þróun á árinu. Greiningarhluti ferlisins byggir á hæfnigreiningum FA, sem eru komnar í ákveðinn farveg og hafa námskrár og námslýsingar verið skrifaðar sem byggja á þeim. Unnið hefur verið að viðhaldi á handbók og öðrum upplýsingum sem snúa að hæfnigreiningum.

Greiningar geta bæði verið framkvæmdar af FA og samstarfsaðilum sem hafa hlotið þjálfun í að nota aðferðafræðina. Tvö námskeið fyrir umsjónarmenn greininga hafa verið haldin fyrir samstarfsaðila FA; eitt í Reykjavík og eitt á Akureyri fyrir samtals 27 þátttakendur. Áfram hefur verið unnið að þróun vinnubragða við hæfnigreiningar. Eftir því sem fleiri greiningar eru gerðar og fleiri samstarfsaðilar gera greiningar, þeim mun betur skerpist allt vinnuferlið. Þannig er sú aðferð sem beitt er, í sífelldri þróun.

Áfram hefur verið unnið markvisst að því að efla þátttöku atvinnulífsins í hæfnigreiningum. Í ljós hefur komið að í mörgum tilvikum eru fyrirtæki treg að senda starfsmenn til þátttöku í greiningarvinnu. Leita þarf leiða til að kynna hæfnigreiningar FA, sýna fram á gagnsemi þeirra fyrir starfsgreinarnar og einnig hvaða gagn einstaklingar/fyrirtækin hafa af þátttöku í greiningarfundunum. Það gæti verið hlutverk vinnuveitendasamtaka að vinna að viðhorfi sameiginlegrar ábyrgðar á hæfnieflingu í starfsgreininni.

FA hefur átt fulltrúa í norrænu tengslaneti á vegum NVL um sameiginlega sýn á hæfniþarfir í atvinnulífi á Norðurlöndum og eflingu starfsnáms. Gerð er grein fyrir vinnu netsins í kafla um norrænt samstarf síðar í skýrslunni. Verkefni netsins ber heitið „Færniþróun frá sjónarhóli atvinnulífs“.

Starfsmenn FA fylgjast náið með nýjungum á sviði hæfnigreininga og fræðsluhönnunar, svo sem hjá Dokkunni, Kompás, viðeigandi hópum á Facebook, auk erlendra fagbóka, tímarita og vefjum.

Námskrár og námslýsingar

Samtals hafa 50 námskrár verið hannaðar og skrifaðar af FA frá upphafi. Eins og fram er komið hefur Fræðsluhönnunarferli FA verið í þróun á árinu, þar sem áhersla er lögð á að skilgreina enn betur hlutverk aðila í fræðsluferlinu og þróun námskráa og endurskoðun þeirra, en þar er mikið verk fyrir höndum á næstu árum. Jafnframt er lögð áhersla á vinnu við hæfniramma fyrir framhaldsfræðsluna og aðstoð við samstarfsaðila við gerð námskráa og námslýsinga eins og kostur er.

Allar símenntunarmiðstöðvar innan Kvasis hafa verið heimsóttar þar sem lögð hefur verið áhersla á að kynna og ræða hæfnigreiningar og námskrár. Fræðsluferlið hefur verið kynnt og ný nálgun við gerð starfstengdra námskráa, sem byggir á að starfaprófíll sé útfærður sem námskrá með náms- lýsingum, hefur verið rædd.

Sex eldri námskrár hafa verið endurskoðaðar og sendar til vottunar í gegnum námskrárgrunn mennta- og menning- armálaráðuneytisins. Það eru: Menntastoðir, Íslensk menning og samfélag (áður Landnemaskólinn og Landnemaskólinn II), Skrifstofuskólinn, Sölu-, markaðs- og rekstrarnám, Nám í stóriðju – grunnnám og Nám í stóriðju – framhaldsnám. Tvær námskrár sem sendar voru í vottun á fyrra ári fengu vottun á árinu, þær eru: Fagnám í umönnun fatlaðra (áður Starfsnám stuðningsfulltrúa – grunnnám og Starfsnám stuðningsfull- trúa – framhaldsnám) og Verkfærni í framleiðslu. Tvær nýjar námskrár hafa verið unnar með samstarfsaðilum og fengið vottun. Þær eru Móttaka og miðlun, unnin að beiðni Mímis, og Tölvuumsjón, unnin að beiðni NTV.

Unnið er að útfærslu á almennri starfshæfni og grunnleikni fyrir markhópinn. Sóttir hafa verið tveir fundir í vinnu- hópi NVL um grunnleikni fullorðinna. Haldnir hafa verið þrír fundir í bakhópi um grunnleikni á Íslandi með fulltrúum FA og mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem áhersla er á að miðla upplýsingum um þróun málaflokksins í Evrópu, í norrænu samhengi og hér á landi, þar á meðal vegna Eras- mus+ KA3 verkefnisins VISKA sem vinnur að leiðum til að gera færni innflytjenda sýnilegri.

Þróun aðferða í framhaldsfræðslu

Starfið hefur frá upphafi falist í að þróa og halda kennslu- fræðinámskeið en einnig í fræðslufundum og ráðgjöf. Frá árinu 2003 hefur FA byggt upp og þróað áfram 20 mis- munandi námskeið fyrir fræðslustarfsfólk, kennara og leið- beinendur á sviði fullorðinsfræðslu sem nefnast Stiklur. Námskeiðin eru á mismunandi sviðum með þarfir markhóps FA að leiðarljósi og í samræmi við óskir og ábendingar sam- starfsaðilanna. Fyrstu skref hafa verið tekin í að færa Stikl- unámskeiðin á rafrænt form og útfærslu á því.

Stiklunámskeiðið Skapandi skólastarf með fullorðnum var haldið á Akureyri í mars með samtals 29 þátttakendum. Allar símenntunarmiðstöðvar innan Kvasis hafa verið heim- sóttar, þar sem fræðsluferlið hefur verið kynnt og meðal ann- ars verið rætt um kennslufræðilegar nálganir í tengslum við námskrár framhaldsfræðslunnar og starfsþróun leiðbeinenda  í ljósi nýjunga á sviðinu. Einnig var rætt um þá hugmynd að koma á sameiginlegum vettvangi leiðbeinenda framhalds- fræðslunnar á samfélagsmiðlum, en skýr stefna í því máli hefur ekki verið sett fram. Rafrænt form fyrir samræmdar þjónustukannanir til að meta viðhorf námsmanna var útbúið 2016.

Unnið hefur verið að því að þróa faglegt starf sem samræmist kröfum, þörfum og framtíðarsýn þar sem tekið er mið af fræðsluferli framhaldsfræðslu. Hæfni leiðbeinenda hefur verið til umræðu meðal annars í tengslum við hugmyndir um almenna námskrá fyrir framhaldsfræðslu. Mikilvægt er að viðhalda sveigjanleika kerfisins en á sama tíma að tryggja gæði. Vilji er fyrir því í hópi verkefnastjóra og verktaka að áfram verði unnið að þróun námskeiða í kennslufræði og kennsluaðferðum fyrir framhaldsfræðsluna. Skýrar vísbend- ingar hafa komið fram um vilja til að nýta betur vefmiðla og samfélagsmiðla til að koma námi á framfæri við leiðbein- endur í framhaldsfræðslu. Mótun samstarfs við Menntavís- indasvið Háskóla Íslands er hafið sem og vinna við þróun við- miða um hæfni leiðbeinenda í framhaldsfræðslu. Viðræður eru jafnframt í gangi vegna þróunar á fagháskólanámi

Gæði og þróun raunfærnimats

Frá árinu 2004 og til loka ársins 2016 hafa 3.952 einstakl- ingar lokið raunfærnimati.

Í samræmi við það að sífellt fleiri samstarfsaðilar FA stýra raunfærnimatsverkefnum hefur umfang raunfærnimats   í starfi fræðsluaðila aukist. Til að mæta því hefur FA haldið tvö námskeið fyrir matsaðila með samtals 28 þátttakendum. Flestar spurningar samstarfsaðila er varða raunfærnimat lúta að framkvæmd en einnig er mikið leitað eftir upplýsingum þegar opnað er fyrir umsóknir í Fræðslusjóð.

Raunfærnimat í almennri starfshæfni hefur verið gert á nokkrum stöðum á landinu og hefur gagnast markhópnum vel. Einkum hafa atvinnuleitendur tekið þátt í þessu verkefni en það er valdeflandi, hvetjandi og styrkjandi fyrir fólkið. Varðandi námsþarfir hópsins þá óskar fólk helst eftir styttra námi til að fá framgang í starfi eða atvinnuleit. Mikilvægt þykir að geta stundað nám í heimabyggð og nemendur vilja geta sótt meira nám til símenntunarmiðstöðvanna á sínu svæði. Einnig eru svæðisbundnar þarfir til staðar.

Lögð hefur verið áhersla á að styrkja tengsl FA við sam- starfsaðila vegna raunfærnimats með heimsóknum á starfs- stöðvar þeirra með það að markmiði að ræða framkvæmd raunfærnimats, miðla upplýsingum og meta tækifæri til frekari þróunar raunfærnimats.

Árið 2016 var skipuð nefnd ASÍ og SA vegna bókunar í kjarasamningum SGS, VR og Eflingar annars vegar og SA hins vegar um að meta nám/raunhæfni til launa á tveimur þrepum á grundvelli hæfnigreininga starfa. Starfsmenn FA eru þeirri nefnd til ráðgjafar. Hafa þeir verið kallaðir á fundi nefndar- innar auk þess að skila inn minnisblöðum um möguleika, kostnað og áskoranir við framkvæmd raunfærnimats þar sem notuð eru viðmið atvinnulífs en ekki námskrár. Verkefnið virðist í nokkurri lægð árið 2017 og er óvíst um framhald þess.

Frá og með árinu 2016 hafa allar metnar einingar í raun- færnimati verið skráðar inn í INNU upplýsingakerfi skóla og árið 2017 mun hver framkvæmdaraðili raunfærnimats sjá um þá skráningu. Með þeirri skráningu er uppfyllt ákvæði reglugerðar 1163/2011 um að niðurstöður raunfærnimats séu skráðar í gagnagrunn á vegum stjórnvalda. Jafnframt er óformlegt nám og starfsreynsla þannig metin til jafns við formlegt nám. Þetta er að mati FA stór áfangi í að tryggja að ekki sé gerður greinarmunur á niðurstöðum úr raunfærni- mati og einingum sem aflað er með öðrum hætti. FA kaupir aðgang að kerfinu og heldur utan um það, en veitir sam-starfsaðilum Fræðslusjóðs aðgang til skráningar.

Árið 2016 var lokið við að þróa gæðakerfi fyrir raunfærni- mat sem hluta af EQM gæðavottuninni. Sú þróun fólst bæði í smíði á kerfi og prófunum á því. Árið 2017 hófu símenntunar- miðstöðvar að innleiða gæðakerfið fyrir raunfærnimat í sína starfsemi og í framhaldinu mun ytri matsaðili framkvæma úttekt hjá miðstöðvunum.

FA hefur haft samstarf við mennta- og menningarmála- ráðuneyti um túlkanir á reglugerð og jafnframt að því að meta stöðu Íslands út frá því markmiði Evrópusambandsins, ESB, að árið 2018 verði komið á virkt raunfærnimatskerfi í öllum löndum Evrópu. Við vinnuna var stuðst við Vegvísi 2018 sem unninn var á vegum NVL og fjallar um þróun og framkvæmd raunfærnimats til ársins 2018. Ákveðið var að þýða Vegvísi 2018 og lauk þeirri vinnu í apríl 2017. Þýðingin er nú aðgengileg á bæði pappírs- og rafrænu formi. Þar er meðal annars fjallað um aðkomu stjórnvalda, ábyrgð hags- munaaðila, til dæmis á vinnumarkaði, gæði og skipulag.

Evrópuráðstefna um raunfærnimat (VPL Biennale) var haldin í apríl 2017 í Árósum í Danmörku. Slíkar ráðstefnur eru haldnar á tveggja til þriggja ára fresti og eru þar ræddar helstu áskoranir og nýjungar sem snerta raunfærnimat. Á ráðstefnunni voru veitt verðlaun fyrir verkefni í raunfærni- mati. Samtals voru sjö verkefni tilnefnd til verðlaunanna með fjölbreyttu innihaldi og áherslum. Að þessu sinni runnu þau til IÐUNNAR fræðsluseturs, sem hefur unnið að raun- færnimati í iðngreinum í tíu ár í samstarfi við hagsmunaaðila vítt og breytt um landið. Í því er fólgin mikil viðurkenning á raunfærnimatskerfinu sem þróað hefur verið á Íslandi. FA átti þrjá fulltrúa á ráðstefnunni og stóðu þeir fyrir vinnustofu um raunfærnimat á Íslandi. Í aðdraganda ráðstefnunnar og að henni lokinni stóð FA fyrir fundum með íslenskum þátt- takendunum þar sem ávinningur af þátttökunni var ræddur.

FA vann með VR við að einfalda niðurstöður raunfærnimats fyrir störf og tengja þær við íslenska hæfnirammann. Í framhaldi af því var ákveðið að frekari þróun myndi flytjast til FA. Einnig hófust viðræður við VR og SVÞ um þróun á raun- færnimati fyrir starfsmenn verslana og verslunarstjóra í kjöl- far greiningarvinnu á því starfi.

Fulltrúi FA á sæti í nefnd sem fjallar um möguleika á raunfærnimati á háskólastigi. Helsta verkefni FA þar er að miðla reynslu. Tengingar á Norðurlöndum komið hafa einnig komið sér vel til að miðla þekkingu erlendis til nefndarinnar. Skýrslan er væntanleg fyrir árslok 2017.

Tveir fulltrúar FA sitja í norrænum sérfræðingahópi NVL um raunfærnimat. Tveir fundir hafa verið haldnir á árinu þar sem unnið var sérstaklega að stefnumörkun og áherslum fyrir sérfræðingahópinn til næstu tveggja ára, undirbúningi Evr- ópuráðstefnu um raunfærnimat (Biennale 2017) og miðlað reynslu og stöðu raunfærnimats á milli landa.

Hópurinn vinnur jafnframt að Nordplus-verkefni í formi vefsíðunnar ValiGuide sem lýsir áherslum og inniheldur efni frá Norðurlöndunum um raunfærnimat. Fulltrúi Íslendinga og starfsmaður FA í þessari vinnu er jafnframt ritstjóri síðunnar.

Erlendir aðilar leita talsvert til FA eftir upplýsingum um stöðu, árangur og framkvæmd raunfærnimats hér á landi. Reglulega koma hópar í kynningar hjá FA. Eitt af því sem vekur mikla athygli erlendis er þríhliða samstarf hér á landi milli aðila vinnumarkaðarins og ríkis um fræðslumál og einnig hversu nákvæmar kostnaðartölur liggja fyrir.

Árið 2017 fékkst Erasmus+ KA1 styrkur til námsferðar til að afla upplýsingar um þróun raunfærnimats erlendis þar sem grunnur að mati eru færniviðmið starfa. Ráðgert er ferðin verði farin vorið 2018.

Söfnun, varðveisla og miðlun upplýsinga

Áreiðanlegar og traustar upplýsingar eru grundvöllur þess að FA geti skilað stjórnum Fræðslusjóðs og FA skýrslum og miðlað upplýsingum innanlands sem utan. Söfnun og varð- veisla upplýsinga er því mikilvægur þáttur í starfsemi FA.

Frá árinu 2006 hafa verið ákvæði um greiðslur vegna vottaðra námsleiða, raunfærnimats og náms- og starfsráð- gjafar í samningum við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar. Á grundvelli laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu færðust greiðslurnar frá FA yfir til Fræðslusjóðs frá og með árinu 2011. Árangur í vottuðum námsleiðum og raunfærnimati er tekinn saman tvisvar á ári (í janúar og ágúst) og skýrsla er unnin úr þeim tölum. Í náms- og starfsráðgjöf er upplýsingum safnað saman ársfjórðungslega. Niðurstöður þessarar upp- lýsingaöflunar fyrir árið 2016 má sjá í kaflanum um starfsemi Fræðslusjóðs í þessari skýrslu.

Umsjón og þróun náms- og starfsráðgjafar

Náms- og starfsráðgjöf hjá fræðslu- og símenntunarmið- stöðvum fer fram hjá 14 aðilum. Samtals sinna 25–27 ráð- gjafar verkefninu um land allt, í mismiklu starfshlutfalli. Þeir eru með kynningarfundi á vinnustöðum, einstaklingsviðtöl og hópráðgjöf. Jafnframt taka þeir þátt í virkniaðgerðum fyrir atvinnuleitendur, verkefnum í raunfærnimati og þróun aðferðafræði í samstarfi við FA, meðal annars í gegnum erlend þróunarverkefni. Markmið FA er að efla sérfræðiþekkingu í náms- og starfsráðgjöf innan framhaldsfræðslunnar með því að halda utan um samstarf ráðgjafa um allt land ásamt því að leita leiða til að efla gæði þjónustunnar í gegnum þróun aðferðafræði og endurgjöf frá notendum þjónustunnar.

Haldinn var einn ráðgjafafundur í febrúar með 21 ráðgjafa, þar sem farið var yfir þróun mála, tölfræði (sjá nánar í umfjöllun um Fræðslusjóð) og niðurstöður úr starfinu fyrir árið 2016. Fram kom að mismunandi áherslur og þarfir eru hjá miðstöðvum og að sumar þeirra eru farnar að fara meira út í fyrirtækin til að kynna ráðgjöfina og sína starfsemi. Þá skipta tengsl við hagsmunaaðila verulegu máli, en best virkar að ná til einstaklinga með því að kynna ráðgjöfina í tengslum við önnur verkefni og maður á mann. Ráðgjafar leggja áherslu á að mikilvægt sé að halda áfram með vefinn Næstaskref. is og efla rafræna ráðgjöf. Jafnframt að æskilegt sé að sinna endurmenntun og þjálfun ráðgjafa áfram. Aukin þörf er fyrir ráðgjöf fyrir fólk af erlendum uppruna og er mikil áskorun fólgin í því að ná til þeirra sem standa fjær námi. Erfiðara er nú en áður að ná í nemendur í námsleiðir, en atvinnuástandið hefur áhrif þar á.

Árið 2016 fóru ráðgjafar í fræðsluferð til Finnlands og hefur ávinningur þeirrar ferðar skilað sér inn í vinnu rágjafa á þessu ári, 2017. Á ráðgjafafundinum í febrúar var gerð grein fyrir því hvernig aðferðir og verkfæri hafa nýst í ráðgjöf á þeirra svæðum. Þá hefur reynslunni verið deilt meðal starfs- félaga á öðrum símenntunarmiðstöðvum.

Á fundinum var sú vinna einnig kynnt sem hefur verið í gangi vegna innleiðingar INNU, sem er skráningarkerfi fram- haldsskólanna, en það kerfi verður nú notað í staðinn fyrir MySchool. Með tilkomu nemendaskráningar í INNU er vonast til að auðveldara verði að fylgjast með brotthvarfi nemenda og ástæðum þess og þar með að efla stuðning og eftirfylgni ráðgjafa við hópinn. Þá var sérstaklega hugað að skráningu og utanumhaldi náms- og starfsráðgjafar og var sérstakt kerfi byggt og innleitt í INNU sem þjóna skal þeim þætti.

Í þjónustukönnunum sem lagðar voru fyrir á árinu 2016 kemur fram að 90% svarenda segjast vera ánægðir með ráð- gjöfina og geta hugsað sér að nýta hana aftur ef á þarf að halda og 85% telja ráðgjöfina hafa nýst vel.

Haldið var námskeið á vegum GOAL verkefnisins fyrir ráðgjafanetið í byrjun árs í Áhugahvetjandi samtalstækni (sjá nánar í umfjöllun um nýja hópa), en það er aðferðarfræði sem nýtist þeim sérstaklega sem standa fjær námi. Í október kom á vegum FA og NVL, finnskur sérfræðingur sem talaði á námskeiði fyrir ráðgjafa um leiðir til að nýta aðferðir ráð- gjafar á vinnustöðum í samstarfi við fyrirtækin til að hvetja starfsmenn til hæfniþróunar.

Undanfarið ár hefur verið unnið að endurgerð upplýs- inga- og ráðgjafavefjarins NæstaSkref.is. Á nýjum vef verða aðgengilegar 250 almennar starfslýsingar, upplýsingar um á annað hundrað námsleiðir, skimunarlistar vegna raunfærni- mats í 20 greinum auk áhugakönnunar og rafrænnar ráð- gjafar. Vonir standa til að vefurinn verði tilbúinn fyrir árslok 2017.

Áfram hefur verið unnið með EQM viðmið um gæði í náms- og starfsráðgjöfinni, en framundan er nýtt vottunarferli. Þar verður náms- og starfsráðgjöfin í fyrsta skipti inni, sem hluti af úttekt (sjá nánar í umfjöllun um gæði).

Erlendir gestir hafa sýnt ráðgjöfinni áhuga sem og nem- endur í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands vegna MA verkefna.

Gæði í framhaldsfræðslu

Frá árinu 2012 hefur verið unnið eftir gæðaviðmiðum Euro- pean Quality Mark (EQM) í þeim tilgangi að auka gæði fræðslustarfs. Í árslok 2016 höfðu sextán fræðsluaðilar hér á landi hlotið gæðavottun samkvæmt evrópska gæðamerkinu EQM og 14 þeirra lokið þriggja ára vottunarferli. Gæðavott- unarferli FA hefur verið endurskoðað og byggir nú á þremur stoðum framhaldsfræðslunnar; fræðslu, raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf. Vottun fyrir fyrstu stoðina, fræðslu, er nefnd EQM, en vottun fyrir allar þrjár stoðirnar er nefnd EQM+.

Haldnir hafa verið fundir með fræðsluaðilum til að kynna fyrir þeim ný viðmið, veita ráðgjöf, miðla upplýsingum og stuðla að aukinni gæðavitund í framhaldsfræðslukerfinu. Á þessum tímapunkti hafa 11 fræðsluaðilar skráð sig formlega í nýja gæðavottunarferlið sem hefst haustið 2017 og er það fyrirtækið Vaxandi ráðgjöf ehf. sem mun sjá um úttektir á gæðum vegna EQM og EQM+.

Menntamálastofnun hefur samið við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um að veita formlegt álit á umsóknum um viðurkenningu fræðsluaðila. Sérstaklega verður litið til skil- yrða sem snúa að faglegu gæðastarfi í framhaldsfræðslu í samræmi við IV. kafla laga um framhaldsfræðslu nr. 27/2010.

Nemendabókhald

Nemendakerfið INNA verður tekið upp haustið 2017 til notk- unar fyrir skráningu og skipulag náms og umsýslu gagna fyrir nemendabókhald. Vinna við upptöku nýs kerfis hófst í lok árs 2016 en vegna breytinga sem þurfti að gera, og vegna þarfa framhaldsfræðslunnar, stóð sú vinna fram á vor. Í lok sumars fengu samstarfsaðilar FA aðgang að kerfinu en Fræðslumið- stöð atvinnulífsins leigir afnot og greiðir fyrir aðlögun kerfis- ins. INNA býður upp á margvíslega möguleika við skráningu vottaðra námsleiða og raunfærnimats. Viðmótið fyrir skrán- ingu náms- og starfsráðgjafar er sérsmíðað í INNU fyrir FA og samstarfsaðila. INNA leysir Námsnetið/MySchool af hólmi fyrir skráningu nemendabókhalds.

Kostur þess að taka upp INNU við skráningu er meðal annars talinn vera sá að það kerfi er í notkun hjá flest öllum framhaldsskólum landsins og fara því skráningar framhalds- fræðslunnar inn í sama kerfi. Einnig hafa nemendur áfram aðgang að sínum skráningum í gengum Íslykil eða rafræn skilríki eftir að þeir ljúka námi. Þá er skráning á raunfærni- mati aðgengilegri í INNU en var í Námsnetinu.

Miðlun upplýsinga um það starf sem fer fram á vettvangi framhaldsfræðslu

Gátt er ársrit Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ber undir- titillinn Ársrit um framhaldsfræðslu. Gátt kemur út í fjór- tánda skipti í tengslum við ársfund Fræðslumiðstöðvarinnar sem haldinn verður 30. nóvember 2017. Í ritinu er alhliða umfjöllun um framhaldsfræðslu á Íslandi og í Evrópu. Þema ársins er hæfniþróun/hæfnistefna. Ritið er sent víða, meðal annars til símenntunarmiðstöðva, framhaldsskóla og bóka- safna. Gátt er notuð til kennslu í þremur háskólum, það er HÍ, HA og LHÍ, og er aðgengilegt á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is. Vinna við útgáfu Gáttar 2017 hófst á vordögum.

Unnið hefur verið að undirbúningi ársfundar með þemað hæfniþróun/hæfnistefna að leiðarljósi. Horft hefur verið til stefnu Norðmanna í þessu samhengi og verður henni miðlað á ársfundinum ásamt öðru tengdu efni.

Vef FA hefur verið viðhaldið og unnið hefur verið að því að samhæfa og þróa vefi FA. Fram til þessa hafa þeir verið þrír: frae.is, framhaldsfraedslan.is og naestaskref.is Unnið er að tengingu þeirra með sameiginlegu útliti, auk þess sem allt efni og viðmót naestaskref.is verður endurskoðað.

Upplýsingum í tengslum við starfið er miðlað með ýmsum hætti, meðal annars með kynningarbæklingum, útgáfu námskráa og dreifingu þeirra, þátttöku í ráðstefnum og móttöku gesta, bæði innlendra og erlendra. Gefinn var út bæklingur um hæfnigreiningaraðferðina og aðferðin kynnt á Menntadegi atvinnulífsins.

Það sem af er árinu 2017 hefur FA, í samstarfi við NVL, komið að einni ráðstefnu, einu málþingi og einu námskeiði, sjá nánar í kaflanum um Norrænt tengslanet um nám full- orðinna (NVL).

Starfsemi FA var á tímabilinu kynnt fyrir um tvö hundruð manns. Þar á meðal hópum frá Norðurlöndunum, Slóveníu, Ungverjalandi og Pólland. Kynningarnar hafa farið fram á fundum og ráðstefnum á Íslandi og erlendis. Umfjöllunarefni kynninganna var starfsemi FA, raunfærnimat og náms- og starfsráðgjöf.

Undirbúningur aðkomu nýrra hópa um framhaldsfræðslu

Markmið laga um framhaldsfræðslu er að ná til sem flestra þeirra, sem ekki hafa lokið námi frá framhaldsskóla. FA hefur gott aðgengi að þeim hluta hópsins sem er á vinnumarkaði eða tímabundið utan hans. Þar sem atvinnuþátttaka á Íslandi er mjög mikil er um að ræða litla hópa, sem standa utan vinnumarkaðar. Markmið FA er að nýta samlegðaráhrif í starfi FA til hagsbóta fyrir hópa sem standa utan vinnumarkaðar.

Unnið hefur verið að ofangreindu í gegnum Erasmus+ Key Action 3 verkefnin GOAL – Guidance and Orientation for Adult Learners og VISKA – Visible Skills for Adults. Um er að ræða verkefni til þriggja ára sem hafa það að markmiði að styðja við stefnumótun og eru bæði unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Verkefnin falla að markmiðum þjónustusamnings FA við mennta- og menningarmálaráðu- neytið og eru fjármögnuð að stórum hluta af Erasmus+ áætluninni.

GOAL verkefnið hófst formlega í febrúar 2015 undir forystu flæmska menntamálaráðuneytisins í Belgíu. Önnur samstarfslönd eru Holland, Tékkland, Slóvenía og Litháen. Að auki er breskur rannsóknaraðili frá háskólanum í London (University og London) og fulltrúi frá Tyrklandi sem fylgist með þróuninni. Hér á landi er verkefnið unnið í samstarfi við Mími símenntun og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, á þeirra svæðum.

Í gegnum verkefnið eru hagsmunaaðilar nú upplýstari um þá þjónustu sem er til staðar og geta vísað hver á annan eftir þörfum hvers einstaklings. Unnið er að því að efla það sam- starf í þágu markhópsins. Skýra þarf tilvísunarferli og koma af stað umræðu um stöðu einstaklinga innan þeirra. Ljóst er að formgera þarf betur samstarf hagsmunaaðila í þessu skyni og vinna jafnframt að skýrri stefnumótun í málaflokknum.

Næstu mánuði verður unnið úr upplýsingum úr rann- sóknarhluta verkefnisins til að móta áframhaldandi stefnu- mótun í löndunum. Innlend lokaráðstefna verkefnisins verður haldin 14. desember næstkomandi. Nánar er fjallað um verk- efnið í grein náms- og starfsráðgjafa GOAL verkefnisins á öðrum stað í ritinu.

VISKA verkefnið hófst formlega í febrúar 2017 undir forystu Kompetanse Norge, norsku færniþróunarstofnunarinnar. Verkefnið er tilrauna- og rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að því forgangsatriði í stefnu Evrópusambandsins að efla starfshæfni innflytjenda með því að meta færni þeirra og auka þar með möguleika þeirra á því að fá störf við hæfi og hlúa þannig að félagslegri aðlögun. Miðað er að því að þróa og efla tengslanet hagsmunaaðila og þróa verkfæri sem gera færni innflytjenda sýnilegri. Önnur samstarfslönd eru Belgía, Ísland og Írland.

Írskur rannsóknaraðili leggur upp rannsóknarhluta verk- efnisins sem felst í mælingu út frá stöðumati í málaflokknum í upphafi og niðurstöðum í lok þess, sem undirbyggja jafn- framt áframhaldandi stefnumótun í málaflokknum. FA og IÐAN fræðslusetur stýra VISKA verkefninu hér á landi í sam- einingu, í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðu- neytið og hagsmunaaðila.

IÐAN mun hafa umsjón með framkvæmd tilraunahluta verkefnisins í heildarverkefninu og framkvæmd hér á landi. Tilraunahlutinn felur í sér að bjóða upp á mat á færni fyrir 50 innflytjendur eða fólk með litla formlega menntun. FA mun hafa umsjón með þróun tækja, þjálfun matsaðila og gæða- viðmiðum í heildarverkefninu. FA hefur unnið að því á árinu að vinna lýsingu á yfirfæranlegri færni/hæfni (e.transversal eða transferable skills) samhengi VISKA verkefnisins. Allir aðilar verkefnisins vinna nú að stöðumati í málaflokknum í samráði við hagsmunaaðila og er mótun samráðshóps í bígerð hér á landi.

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna (NVL)

NVL (norrænt tengslanet um nám fullorðinna) er starfrækt á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Netið var í flokki verkefna en var fært yfir í flokk áætlana til jafns við Nordplus menntaáætlunina árið 2015. FA hefur vistað NVL á Íslandi frá upphafi. Samningur er í gildi til loka ársins 2017 og gegnir Sigrún Kristín Magnúsdóttir starfi tengiliðs fyrir Íslands hönd. Nánar er fjallað um starfsemi NVL í sérstökum kafla í ritinu.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Í byrjun árs 2017 undirritaði FA samning við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Stjórnstöð ferðamála um stofnun verkefnisins Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sem er samhæfingarverkefni um brýn verkefni í fræðslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Fjármagn var tryggt með sérstakri fjárveitingu á fjárlögum. Hæfnisetrið mun fyrst og fremst kortleggja þarfir fyrir fræðslu, ráðleggja fræðsluaðilum um fræðsluað- ferðir, leggja til námsefni, þar á meðal rafræna fræðslu, og þróa aðferðir við meta árangur af fræðslu á rekstur og starfs- ánægju í fyrirtækjum. Ýmis tilraunaverkefni eru í þróun og verða framkvæmd veturinn 2017–2018. Áhersla á er á að hafa samráð við atvinnugreinina og eins er unnið þétt með nokkrum símenntunarmiðstöðvum í að bjóða fræðslulausnir sem henta greininni.

Sveinn Aðalsteinsson

Sveinn Aðalsteinsson er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi