- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

- Veftímarit um fullorðinsfræðslu

Af hverju námskeið um upplýsingaöryggi fyrir fullorðna námsmenn?

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum tók þátt í Erasmus+ verkefninu Cyber Clever ásamt fjórum öðrum þjóðum.

Markmiðið var að rannsaka aðstæður í þátttökulöndunum og hanna síðan fimm daga námskeið í upplýsingaöryggi út frá niðurstöðum rannsóknanna. Hægt er að lesa sig til um rannsóknina og niðurstöður á vefsvæði Cyber Clever undir nafninu Cyber Clever – Integration of Cyber Security in Initial VET-Education – A Status Report on Cyber Security Situation in Society in Europe.[1]

Verkefninu lauk í árslok 2022. Þátttakendur komu frá Noregi, Eistlandi, Tyrklandi, Austurríki og Íslandi, auk gestaþátttakanda frá Svíþjóð.


[1] Cyber Clever – Integration of Cyber Security in Initial VET-Education – A Status Report on Cyber Security Situation in Society in Europe, https://docs.google.com/viewerng/viewer?url=http://cyberclever.eu/onewebmedia/O1%2520final%2520report%2520Cyber.pdf

Einkennismynd verkefnisins

Inngangur

Áður en hönnun námskeiðsins fór fram var gerð rannsókn á tölvuöryggi þátttökulandanna og fræðileg rannsókn gerð á stöðu netöryggis innan Evrópu. Niðurstaðan var sú að löndin deila mörgum af sömu áskorunum og markmiðum tengdum netöryggi. Sérstaklega þótti skorta á vitund og þjálfun þegar kemur að netöryggi meðal markhópsins, en markhópur verkefnisins var námsmenn í starfsmenntun.  Einnig var sýnilega skortur á sameiginlegri stefnumótum milli landanna, hvert land er að taka á upplýsingaöryggi með sínum hætti. Þau sýndu einnig ólík viðhorf og þar sem innviðir tækninnar eru mismunandi á veg komnir í ólíkum löndum hindrar það jafna innleiðingu netöryggis, bæði innan sérhvers land og milli landa.

Á síðustu árum hafa Evrópulönd starfað saman með það sameiginlega markmið að auka vitund og viðbúnað um netöryggi. Margar ógnir og áskoranir blasa við, bæði utan frá og innan hvers samfélags. Það er algengt að almenning skorti skilning og vitund um nauðsyn upplýsingaöryggis, sérstaklega þar sem viðkvæmar persónuupplýsingar eru í síauknum mæli til staðar á netinu, hvort sem það er á samfélagsmiðlum, reikningsupplýsingar í bönkum, tölvupóstur eða hvaða þær stafrænu upplýsingar sem til eru um okkur á netinu.

Að kunna vel að fara með stafrænar upplýsingar svo að þrjótar komist ekki í þær, rétt eins og í veruleikanum að við gætum þess að láta peningaseðla ekki hanga úr vösum okkar, þurfum við að gæta að eigum okkar með rafrænum hætti. Fólk almennt áttar sig á grundvallaratriðum eins og að nota persónulegt lykilorð til að skrá sig inn á tækið sitt, en svo nær meðvitundin kannski ekkert lengra. Það eru ekki allir meðvitaðir um netveiðar, svo dæmi sé nefnt, þar sem fólk á netinu villir á sér heimildir til að veiða upplýsingar eins og lykilorð út úr fólki, eða félagslega verkfræði þar sem við getum fengið símtal frá manneskju sem þykist vera að hjálpa okkur, en vill hins vegar næla sér í aðgang að tækjum okkar, eða neteinelti, sem við öll þurfum að kannast við og bregðast við til að vernda þá sem eru viðkvæmastir meðal okkar.

Það er mikið af hindrunum í veginum þegar kemur að því að auka vitund fólks með góðu og áhugaverðu námi um viðhorf til netöryggis. Cyber Clever verkefnið reynir að klífa þessar hindranir með því að hanna námskeið út frá sjónarhornum fimm ólíkra menningarheima, þar sem stefnt er að því að þátttakendur fái líflegt og skemmtilegt námskeið, verkefnin eru áhugaverð og spennandi, lítið er um fyrirlestra, engin próf, og mikið af samræðum og pælingum um þau málefni sem tekin eru fyrir. Eitt af skilaboðum verkefnastjóra verkefnisins var að hönnuðir námsefnisins þurftu að takmarka fyrirlestra við 15 mínútur á dag og leggja mikla áherslu á virka þátttöku.

Búið hefur verið til námsefni fyrir rúmlega fimm daga, sem hægt verður að skipta niður í smærri einingar, til dæmis í tveggja eða þriggja daga námskeið, og jafnvel klukkustundar langa kynningu þar sem leiðbeinandi mætir þátttakendum sem fá að forgangsraða málefnum eftir áhuga. Einnig er mögulegt að sníða efni inn í önnur námskeið og námsleiðir. Allt námsefnið verður aðgengilegt á netinu hjá Erasmus+.[1]

Markhópur verkefnisins er fólk í starfsnámi og fullorðnir námsmenn í símenntun, en Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á að aðlaga námsefnið að ólíkum hópum og aðstæðum.

Ljóst er að þörf er á átaki meðal Evrópuríkja til að auka vitund um netöryggi, enda fara ógnir netheimsins sífellt vaxandi, ekki síst á Íslandi þar sem Íslendingar eru mjög framarlega í netvæðingu.


[1] Cyber Clever-Integration of cyber security in initial VET-education, https://erasmus-plus.ec.europa.eu/projects/search/details/2020-1-NO01-KA202-076464

Námsþættir

Í þessum hluta verður stuttlega fjallað um innihald námskeiðsins, en hver þjóð hannaði einn dag um ólíka þætti netöryggis út frá námskrá sem skrifuð var í tengslum við niðurstöður rannsóknarinnar.  Hópurinn skipti með sér verkum þannig:

  • Dagur 1 – Noregur: Persónuvernd
  • Dagur 2 – Eistland: Aðferðir til að hakka og öryggi lykilorða
  • Dagur 3 – Tyrkland: Samfélagsmiðlar og hreinlæti á netinu
  • Dagur 4 – Austurríki: Stafrænir veikleikar
  • Dagur 5 – Ísland: Netöryggi

Þátttakendur í verkefninu hönnuðu fyrir- og eftir próf sem notuð yrðu til að gera könnun á gagnsemi námskeiðsins fyrir námsmenn. Sjálfsnámsstundir voru skipulagðar fyrir námsmenn til að vinna á eigin tíma, en kennslustundir undir leiðsögn kennara. Skýrt var tekið fram að fyrirlestrar máttu ekki vera lengri en 15 mínútur fyrir allan daginn, allt annað yrðu að vera verklega æfingar, myndbönd, hagnýt verkefni og samræður.

Námsþáttur 1: Persónuvernd

Norðmenn hönnuðu þennan námsþátt, sem skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um dulkóðun, en þar er farið yfir fornar og nýjar aðferðir til að gera texta ólæsilegan fyrir þá sem ekki þekkja réttu lykilorðin. Það hefur vakið mikinn áhuga fyrir þátttakendur að kynnast dulmáli frímúrara og dulmáli keisarans svo dæmi séu nefnd. Í næsta þætti eru lykilorð skoðuð af dýpt, og þá sérstaklega af hverju við þurfum og hvernig við setjum, saman örugg lykilorð. Þriðji þátturinn er síðan fyrir þá sem ljúka öðrum verkefnum hratt, en hann sýnir á tæknilegan hátt hvernig hægt er að setja saman lykilorð sem nánast er útilokað að brjóta.

Mynd: Dulmál keisarans
DulkóðunLykilorð og lífkenniLykilorð og hash-virkni
Dulritunarfræði – hvað er það?
Dulkóðun í daglegu lífi
Hvað með SMS?
Dulmál frímúrara
Polybius ferningurinn
Dulritun heima
HTTPS dulkóðuð vefsvæði
Messenger – leynispjall
Dulmál keisarans
Dulkóðun með CrypTool
Lykilorð
Algengustu lykilorðin
Hvernig á að búa til sterkt lykilorð?
Félagsverkfræði
Örugg innskráning
Lífkenni
Saga lífkenna
Hættur með lífkenni
Djúpfölsun  
Siðferðileg hökkun
Hvað er hash-virkni?
Dulkóðun gegn hash-virkni
Dæmi um hash-virkni
Reglur fyrir hash-virknina
Wolfram alfa
Hvernig er lykilorðið geymt á tölvunni?
Hvað gerir gott lykilorð?
Frábært lykilorð
Tafla 1: Námskeiðshönnuðir: Godalen videregående skole, Stavanger, Noregi

Námsþáttur 2: Aðferðir til að hakka og öryggi lykilorða

Eistlendingar hönnuðu þennan námsþátt, en hann skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum eru hökkunaraðferðir skoðaðar og þá munurinn á siðferðilegri hökkun, hökkun sem er glæpur, og því sem er á mörkunum. Einnig er farið inn á vefveiðar og hvernig best er að verjast þeim. Í síðari hlutanum eru auðkenni skoðuð, en auðkenni tengjast lykilorðum og eru af margs konar tagi, til dæmis lífræn eins og með fingrafari, andlitsauðkenning og jafnvel út frá hegðun, eins og hvernig maður hreyfir mús eða slær á lyklaborðið.

HökkunaraðferðirTegundir auðkenna
Hvað er hökkun?
Tegundir hakkara
Hakkari með svartan hatt
Hakkari með hvítan hatt
Hakkari með gráan hatt
Óþekktur hugbúnaðargalli
Siðferðileg hökkun gegn netöryggi
Hvað eru vefveiðar?
Tíu ráð til að forðast vefveiðar  
Hvað er netöryggi?
Hvað er netárás?
Hvernig netárás er framkvæmd
Netárás í hinum raunverulega heimi
Auðkenning
Tegundir auðkenna
Kröfur um lykilorð og verndun lykilorða
Lífrænt auðkenni
Lykilorð gegn lífrænum kerfum
Hvernig á að vernda gagnaeignir stofnunar?
Upplýsingaöryggi stofnunar/ fyrirtækis
Upplýsingaöryggi gagna
Upplýsingaöryggi tækja
Dæmi um vefveiðipóst
Tafla 2: Námskeiðshönnuður: Starfsmenntaskólinn í Tartu, Eistlandi

Námsþáttur 3: Samfélagsmiðlar og hreinlæti á netinu

Tyrkir hönnuðu þennan námsþátt, en hann skiptist í fjóra hluta. Í fyrsta hlutanum er fjallað um nethreinlæti, sem snýst um að venja sig á góða siði þegar kemur að notkun netsins. Þá lærum við til dæmis um það hvernig við forðumst að fá vírusa, rétt eins og í lífinu sjálfu þar sem við notuðum grímur og bólusetningar til að forðast Covid-19. Í öðrum hluta er fjallað um samfélagsmiðla, kosti þeirra og galla, og hvernig farið er með þær persónuupplýsingar sem við setjum þar inn, hvort sem um er að ræða persónulegar upplýsingar, texta, myndir eða myndbönd. Í þriðja hlutanum er farið yfir neteinelti, en það er stórt vandamál víða um Evrópu. Þar er farið í gegnum ólíkar tegundir eineltis á netinu og stungið upp á leiðum til að bregðast við því. Í fjórða hlutanum er farið yfir netsiðferði og þar velta þátttakendur fyrir sér hvernig þeir geta best hagað sér gagnvart öðru fólki á netinu. Málið er að það sem fer á netið eru merki um hver þú ert, og ef þú ferð ekki varlega og leikur af þér, þá fréttist það fljótt og þú nærð aldrei að taka það til baka.

Mynd: Orðaþraut um neteinelti
Nethreinlæti  Samfélagsmiðlar  Neteinelti  Netsiðferði  
Hreinlæti á Internetinu og persónulegt hreinlæti
Ávinningur af því að hafa gott nethreinlæti
Algeng hreinlætisvandamál á netinu
Hvað getum við gert til að gæta hreinlætis á netinu?
Öryggi tölvupósta
Örugg lykilorð
Eldveggur
Öryggi samfélagsmiðla-reiknings
Öryggi snjallsímans
Eru USB drif örugg?
Dæmi um örugg lykilorð  
Tölfræði samfélagsmiðla
Samfélagsmiðlar: til hvers?
Kostir samfélagsmiðla
Ókostir samfélagsmiðla
Ljósmyndir á samfélagsmiðlum
Samfélagsmiðlar og ráðningaraðilar
Samfélagsmiðlafíkn
Veruleiki samfélagsmiðla
Síur  
Hvað er neteinelti?
Tegundir neteineltis
Útilokun
Hópþrýstingur
Ofsóknir
Líkamlegt einelti
Fjárkúgun
Stafrænt persónumorð
Raunverulegar afleiðingar fyrir fórnarlömb eineltis
Upplifun á einelti
Á hvaða samfélagsmiðlum á einelti sér stað?
Ástæður fyrir einelti
Enginn gerir neitt!
Stöðvaðu neteinelti
Rétt viðbrögð
Hvaða áhrif hefur neteinelti?
Hvað eigum við að gera?
Orðaþraut
Hvað er netsiðferði?
Netsiðferðisreglur 1-10
Skammstafanir
Vertu góður netborgari
Tic-tac-toe leikur
Flasskortaleikur
Netsiðferðisreglur fyrir bekkinn  
Tafla 3: Námskeiðshönnuður: Starfsmenntunar- og tækniskólinn Necip Fazıl Kısakürek í Istanbul, Tyrklandi

Námsþáttur 4: Stafrænir veikleikar

Austurríkismenn hönnuðu þennan námsþátt, en hann skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn, Inngangur að stafrænum veikleikum, fjallar um ólíkar tegundir stafræna veikleika. Annar hlutinn fjallar um ólíkar tegundir stafrænna árása, og þriðji hlutinn inniheldur vangaveltur um stöðu netglæpa í nútímanum og hvert stefnir í framtíðinni. Fjórði hlutinn fjallar svo um ólíkar tegundir netvarna, sem ver okkur gegn árásum og veikleikum.

Inngangur að stafrænum veikleikumNetárásir  Framtíð netglæpa  Netvarnir  
Hvað eru stafrænir veikleikar?
Tegundar stafrænna veikleika
Veikleikar í hugbúnaði
Veikleikar í vélbúnaði
Mannlegir veikleikar
Að draga úr stafrænum veikleikum
Að draga úr veikleikum í hugbúnaði
Að draga úr veikleikum í vélbúnaði
Að draga úr mannlegum veikleikum  
Netglæpir
Algengustu árásir
Spilliforrit
Trójuhestur
Lausnargjaldsforrit
Njósnaforrit
Vefveiðar
Maður í miðjunni
Dreifð afneitun á þjónustu – DdoSSQL innspýting
Netöryggispróf  
Yfirlit yfir nútímann
Framtíðarþróun  
Samantekt á netglæpum
Netvarnir
Lykilorðahugbúnaður
Margþætt auðkenning
Vírusvarnir
Eldveggur  
Tafla 4: Námskeiðshönnuður: BEST Institut für berufsbezogene Weiterbildung und Personaltraining GmbH, Vín, Austurríki

Námsþáttur 5: Netöryggi

Íslendingar hönnuðu þennan námsþátt og skiptu honum í tvo hluta. Þessi námsþáttur er hugsaður til að draga saman allt það sem lærst hefur á fyrstu fjórum dögum námskeiðsins. Ef námskeiðið er kennt til að þjálfa kennara til kennslu í þessu námsefni þá vinna þeir í hlutanum, Netöryggi fyrir kennara, en nemendur myndu einbeita sér að hlutanum, Netöryggi fyrir nemendur, þar sem fjölmargar samræðuáætlanir og verkefni hafa verið sett saman til að vekja áhuga og vitund þátttakanda um netöryggi. Einnig er leitað í fyrri námsþætti og ýmislegt rifjað upp frá fyrri dögum.

Netöryggi fyrir kennara  Netöryggi fyrir nemendur  
Þróaðu kennslustund
Kenndu kennslustundina
Hópur 1: Netöryggisárásir
Hópur 2: Netöryggisvarnir
Hópur 3: Endurheimt netöryggis
Mikilvægi netöryggis fyrir samfélag, vinnu og skóla
Væntingar
Skýringar
Netöryggisvika
Árásir, varnir og endurheimt
Undirstöður netöryggis
Einfaldar árásir
Almennar hugmyndir um netárásir
Netógnir
Netöryggisaðferðir
Verndun persónuupplýsinga
Dæmigerðar ógnir
Vírusvarnir
Greining ógna
Endurheimt lykilorðs
Vírus á fartölvunni þinni
Árásaraðferðir
Varnir og endurheimt
Mannlegi þátturinn
Mikilvægi netöryggis
Grein um netöryggi  
Tafla 5: Námskeiðshönnuður: Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Íslandi

Niðurlag

Það var afar áhugavert að taka þátt í þessu verkefni, með fagfólki með ólíkan bakgrunn. Nokkrir starfsmenn og verktakar MSS tóku virkan þátt í verkefninu á Íslandi, Eistlandi, Noregi, Tyrklandi og Austurríki. Þátttakendur voru afar sáttir við útkomuna og afurðina sem mun verða aðgengileg í kringum páska 2023 á vef Erasmus+ verkefnisins.

Guðjónína Sæmundsdóttir

Guðjónína Sæmundsdóttir hefur starfað hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum síðan 2001 og verið forstöðumaður frá árinu 2003. Guðjónína hefur tekið virkan þátt í þróun framhaldsfræðslunnar á Íslandi í gegnum starf sitt.

Ína er ferðamálafræðingur frá Högskolen i Lillehammer og lauk eins árs tölfræðinámi við Universitetet i Oslo. Hún er einnig náms- og starfsráðgjafi frá Háskóla Íslands og svæðisbundinn leiðsögumaður um Reykjanesið frá MSS og MK (Leiðsöguskólanum). MBA frá Háskóla Íslands.

Hrannar Baldursson

Hrannar Baldursson hefur starfað hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum síðan árið 2020, en áður hafði hann starfað sem ráðgjafi fyrir fullorðinsfræðslu í olíuiðnaðinum í Noregi.

Hrannar er með kennararéttindi á öllum stigum, lauk BA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands og er með masterspróf í menntavísindum og barnaheimspeki frá Montclair State University. Hans helstu verkefni hjá MSS hefur verið að skipuleggja og framkvæma starfstengdar námsleiðir og tómstundanámskeið og tekið virkan þátt í þróunarverkefnum, bæði innlendum og erlendum.

Lykilorð

Þessi vefur notast við vafrakökur til að mæla umferð og fyrir virkni síðu. Engar vafrakökur eru notaðar í auglýsingatilgangi